Tölvumál - 01.05.2000, Side 29

Tölvumál - 01.05.2000, Side 29
ÞrácSlaus þróun Að brúa þráðlausa bilið Hrafnkell V. Gíslason Fyrir örfáum árum voru til fáar og dýrar lausnir ef senda þurfti gögn með þráðlaus- um hætti, sérstaklega ef krafa var gerð um hnattrænan aðgang að gögnunum Gervihnettir og GSA4 tækni eiga það hins vegar sammerkf að vera of hægvirk og tæknilega erfið til að ná almennri út- breiðslu til gagnaflutn- inga Netverk hefur um árabil sérhæft sig í lausnum sem byggja á þráðlaus- um gagnasendingum. í upphafi var um að ræða gagnasendingar fyrir gervihnetti, síðan GSM símakerfi og nú síðast fyrir nýja kynslóð síma, svokallaðra GPRS síma. í grein þessari verður stutt- lega gerð grein fyrir þeirri tækni sem um ræðir, framleiðsluvörum Netverks á þessu sviði og markaðinum sem þessar vörur eru ætlaðar fyrir. Þráðlausar gagnasendingar Fyrir örfáum árum voru til fáar og dýrar lausnir ef senda þurfti gögn með þráðlaus- um hætti, sérstaklega ef krafa var gerð um hnattrænan aðgang að gögnunum. Helst var um að ræða sambönd yfir gervihnetti. Notkun gervihnatta er hins vegar kostnað- arsöm, hægvirk og tæknilega erfið. Með tilkomu hinnar geysivinsælu GSM tækni og (nær) hnattrænnar útbreiðslu hennar opnuðust geysilegir möguleikar. Gervi- hnettir og GSM tækni eiga það hins vegar sammerkt að vera of hægvirk og tæknilega erfið til að ná almennri útbreiðslu til gagnaflutninga. Með tilkomu Netsins hef- ur aðgangur að gögnum hvar sem er og hvenær sem er orðið krafa dagsins og nú eru gögn og þjónusta af öllu tagi aðgengi- leg á Netinu. Það er því eðlilegt næsta skref að Internet-tæknin og símtæknin renni saman. Það er einmitt að gerast í GPRS (General Package Radio Service), en þar verður þráðlausi síminn sítengdur við (síma)netið. Notandinn „loggar sig á“ að morgni og er í sambandi allan daginn. Kerfið byggir á IP (Intemet Protocol) og fellur því vel að uppbyggingu Netsins. GPRS er fyrsta skrefið í þróun þráðlausra símtækja í átt að nýrri símtækni sem nefnd er UMTS (Universal Mobile Telecommun- ications Service). Eins og staðan er í dag búast menn við þreföldun í hraða með GPRS á þessu ári samanborið við GSM, sem er 9600 bitar á sekúndu en GPRS tæknin býður hins vegar upp á yfir 100 kílóbita hraða. Þegar UMTS kerfið kemst í gagnið mun hraðinn síðan aukast enn meir, í 1-2 Mb eftir 3-5 ár. Það er annars fróðlegt að velta fyrir sér hraða í tölvusamskiptum. Til að átta sig á því hvað tækni eins og GPRS og síðar UMTS felur í sér er gagnlegt að líta nokk- ur ár aftur í tímann. Fyrir um 5 ámm síðan vom fastar fjarskiptalínur gjaman mældar í kilobitum, í dag em þær mældar í megabit- um og eftir 5 ár verða þær vafalaust mæld- ar í gígabitum. Þetta gerir um þúsundföld- un á hverjum 5 ámm. Hægari þróun hefur hingað til verið í þráðlausum gagnasam- skiptum, en fyrirséð er að hraðinn muni aukast um tvöhundmðfalt á næstu 5 ámm. Það sem ræður hins vegar ferðinni hvað efnisinnihald og stærð gagnasendinga (og þar með bandbreiddarþörf) em föstu fjar- skiptalínumar því þessar fjarskiptalínur em gmnneiningamar í uppbyggingu Nets- ins. Það er því óvarlegt að ætla að allir vegir verði færir þó svo að UMTS lofi mikilli hraðaaukningu í fyllingu tímans: Bandbreiddarþörfin mun einfaldlega aukast að sama skapi á þessu tímabili og éta upp bandbreiddaraukninguna. Tæknilegur munur á línuneti og þráð- lausu neti Þrátt fyrir að næsta kynslóð símkerfa sé samhæfð IP staðlinum er afar margt sem skilur að þráðlausu símkerfin og Netið. Samskiptamáti Netsins er hannaður fyrir vírlínu tengingar en ekki þráðlausar teng- ingar. Það sem aðallega skilur að þessar tegundir tenginga em tmflanir, samnýting, tímatöf (latency) og lítill hraði. Tmflanir em miklu algengari í þráðlausum netum en í hefðbundnum netum. í þráðlausum netum er tenging milli notanda og tengi- punkts nær aldrei samnýtt eins og í fast- línukerfum. Tímatöf er mikil og breytileg í þráðlausum netum og hraði þráðlausra neta er og verður stærðargráðum minni en í fastlínutengingum. Þessir þættir og ýmsir fleiri hafa orðið til þess að illa gengur að keyra hefðbundin foixit yfir þráðlausar tengingar, sérstaklega ef um samskipti milli miðlara og biðlara er að ræða. Annað hvort þarf að hanna kerfin frá gmnni með Tölvumál 29

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.