Tölvumál - 01.07.2000, Page 6

Tölvumál - 01.07.2000, Page 6
Blátönn Bluetooth: Blátönn inn við beinið Einar H. Reynis og Arnaldur F. Axfjörð Bluetooth er ætlað ibað hlutverk að tengja tæki þráðlaust við netkerfi sem fyrir eru svo og til að tengja saman um stundarsakir nokkur þráðlaus tæki Þráðlausa tæknin Bluetooth er búin að vera í sviðsljósinu undanfarið en henni er ætlað að koma í stað margskonar mismunandi kapaltenginga sem notaðar eru til að samtengja tæki. Dæmi þar um eru tengingar farsíma við fartölvu, prentara við tölvu, lófatölvu við einmenningstölvu og þráðlaus samskipti við lyklaborð. Auk tenginga af þessu tagi er Bluetooth ætlað það hlutverk að tengja tæki þráðlaust við netkerfi sem fyrir eru svo og til að tengja saman um stundarsakir nokkur þráðlaus tæki. Bluetooth er hannað með það fyrir augum að vera þolið fyrir truflunum í loftinu og notar tíðnistökk til að forðast truflanir frá öðrum merkjum. Dæmi um truflanir frá öðrum búnaði eru bylgjur frá örbylgjuofnum. Bluetooth vinnur á svokölluðu ISM bandi á 2,4 GHz en til að nota það þarf ekki sérstakt leyfi, að minnsta kosti ekki á íslandi. Hraðinn er um það bil 1 Mb/s og er notuð tímaskipt tvíátta sending. Sam- skiptaregla Bluetooth á grunnbandi er samsett úr rofa- og pakkaskiptum sam- skiptum. Taka má frá tímahólf fyrir sam- bandsbundna pakka þar sem hver pakki er sendur á mismunandi stökktíðni. Blue- tooth getur stutt við sambandsfrjálsa gagnarás, allt að þrjár samtíma sambands- bundnar talrásir eða rás sem styður sam- tíma sambandsfrjálsan gagnaflutning og sambandsbundið símtal. Hver talrás styður 64 Kb/s sambandsbundna tengingu. Sam- bandsfrjálsa rásin getur stutt ósamhverfa tengingu að hámarki 721 Kb/s með bakrás sem er 57,6 Kb/s, eða haft rás með 432,6 Kb/s samhverfri tengingu. Bluetooth styður bæði beint samband milli tækja eða einn-til-margra samband. Stofna má nokkur ömet og tengja saman eftir þörfum þar sem hvert örnet er auð- kennt með mismunandi tíðnistökksranu. AlJir notendur sem eru á sama ömeti eru samstilltir á þessa stökktíðni. Öll tæki inn- an sama ömets em jafningjar og em eins útfærð. Hinsvegar skipta samtengd tæki með sér verkum þannig að annað vinnur í hlutverki yfirstöðvar en hitt sem undir- stöð. Hámarksfjöldi tækja innan hvers ör- nets er átta en þá er eitt tæki í hlutverki yf- irstöðvar en hin sjö em undirstöðvar. Drægni Bluetooth fjarskipta getur verið á bilinu 10 cm til 10 metrar en gæti farið í allt að 100 metra ef aflið er aukið. Eins og kunnugt er hefur mikill fjöldi fyrirtækja lagst á sveif með Bluetooth og væntingar til tækninnar era miklar. Þar ræður miklu að vonast er til að Bluetooth búnaður verði mjög ódýr eða í kringum 500 krónur og að búnaðurinn komist fyrir í kubbi sem ekki er umfangsmeiri en 1 rúmsentimetri. Hann gæti því komist fyrir nánast hvar sem er. Áætlaður fjöldi tækja búnum Bluetooth þegar fram líða stundir er ævintýralegur en tíminn einn mun leiða í ljós hvemig fer. Hér á eftir er lausleg þýðing á ritinu „Bluetooth Protocol Architecture“ sem lýsir því helsta sem fyrsta útgáfa Blue- tooth hefur upp á að bjóða og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi Ericsson. Fjöldi tilvitnana er í upphaflegri grein og langur listi yfir heimildir, en hér eru tilvitnanimar settar fram á óformlegri hátt. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessar tilvitnanir þá vísum við á upphaflega grein en hana er að finna á heimasíðu Bluetooth SIG (http://www.bluetooth.com). Högun Bluetooth og samskiptareglur Hópurinn Bluetooth Special Interest Group (SIG) hefur þróað „Bluetooth Specification Version 1.0 Draft Founda- tion“ (sem hér verður kallað „Hönnunar- lýsing Bluetooth" eða einfaldlega „hönn- unarlýsing") sem gerir mögulegt að þróa gagnvirka þjónustu og viðföng milli sam- virkra fjarskiptaeininga og gagnaskipta- reglna. Markmið þessarar greinar er að gefa yfirlit yfír samskiptareglumar í hönn- unarlýsingunni, möguleika þeirra og tengsl hverrar við aðrar. Þar að auki er fjallað um fjölda notkunarlíkana sem Bluetooth SIG hefur bent á og sýnt verður fram á hvaða samskiptareglum er raðað saman og hvemig, til að styðja viðkom- andi notkunarlfkan. 6 lölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.