Tölvumál - 01.07.2000, Síða 17

Tölvumál - 01.07.2000, Síða 17
Rafræn viðskipti Fjárhagskerfi Eimskip Mynd 1: Gagnaflæði Allt ibetta ferli er alger- lega sjállvirkt frá því greiðslubeiðnin er send af stað úr fjár- hagskerfinu þar til svar hefur borist þjónustuaðila eða með tengingu beint við viðkomandi aðila. í samskiptum við bank- ann er X.400 pósthús Eimskips tengt beint við X.400 pósthús Reiknistofu bankanna með TCP/IR Þegar síðan svarskeytin koma til baka eru þau fyrst móttekin í X.400 pósthús Eimskips sem leggur þau í ákveðna möppu á PC netþjóni. Þar tekur SMT hug- búnaðurinn við, afbrenglar skeytin og þýðir þau af staðlaða SMT forminu og skilar frá sér textaskrá á ákveðnu formi. Þessa skrá leggur hugbúnaðurinn í möppu á AS/400 vélinni. Afrit af öllum gögnum er geymt og allar aðgerðir skráðar í „log“ skrá. Á AS/400 vélinni tekur við forrit sem sem les þessa skrá og uppfærir upp- haflegu töfluna þar sem útgreiðslubeiðn- imar lágu. Sjá mynd 1: Gagnaflæði Við brenglun skeytanna er notaður X.509 staðall og lyklar sem gefnir em út af Reiknistofu bankanna Allt þetta ferli er algerlega sjálfvirkt frá því greiðslubeiðnin er send af stað úr fjár- hagskerfinu þar til svar hefur borist. Síðan geta notendur í sérstakri aðgerð fylgst með stöðu einstakra útgreiðslna á hverjum tíma. Eimskip sendir viðtakendum greiðslnanna yfirlit yfir þá reikninga sem greiddir hafa verið. Boðið er upp á að senda þessi yfirlit með tölvupósti ef óskað er. Skeytaflæði Skeytaflæðið í útgreiðslunum er með þeim hætti að fyrst sendir Eimskip bankanum skeyti sem heitir PAYMUL (fjölgreiðslu- beiðni). f þessu skeyti em upplýsingar um út af hvaða reikningi á að taka ásamt heildar upphæð úttekar og hvenær úttektin eigi að fara fram. Uttektin þarf ekki nauð- synlega að fara fram á sama tíma og skeyt- ið er sent. Síðan eru í skeytinu upplýsingar um hvemig ráðstafa á þessari úttekt þ.e. upptalning á reikningum sem leggja á inn á ásamt upphæð. Með þessu fylgir einnig tilvísun sem kemur fram á reikningsyfir- liti. Síðan má í sama skeytinu endurtaka úttektar og ráðstöfunarhlutann t.d. ef taka á út af mismunandi reikningum. Svarskeyti við PAYMUL (fjölgreiðslu- beiðni) berast tvisvar í fyrra skiptið þegar bankinn móttekur fjölgreiðslubeiðni kemur AUTHOR (heimild) og einnig getur komið BANSTA (svarskeyti í greiðslumiðlun) skeyti sem inniheldur þær villur sem upp koma við móttöku PAYMUL skeytisins. Dæmi um villur sem koma upp er t.d. að reikningsnúmer viðtakanda er ekki til. Þá er reikningsnúmerið einfaldlega leiðrétt og viðkomandi færsla send aftur. í síðara skiptið þegar bankinn framkvæmir milli- færslu kemur skeytið DEBADV (Tilkynn- ing um úttekt) með upphæð úttektarinnar. Tölvumál 17

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.