Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 31
Upplýsingasamfélagið Konur eru nálægt 20% þeirra sem hafa aflað sér menntunar á sviði upp/ýsinga- tækni Það er innihaldið eða leikurinn sem er drifkrafturinn. Þetta verðum við að ígrunda þegar við veltum fyrir okkur af hverju margar stúlkur eru ekki áhugasam- ar um tölvur. Að mínu mati finna þær ekki nógu mik- ið af spennandi efni, hvorki leiki né annað sem höfðar til þeirra. Fyrir þær er því að- dráttarafl tölvunnar ekki eins mikið og fyrir drengi. Við erum því í hálfgerðum vítahring: Við þurfum fleiri konur til að skapa hugbúnað og innihald sem höfðar betur til kvenna - til þess að þær síðar skili sér frekar í nám og störf á tæknisviði - og taki síðan þátt í mótun samfélagsins til jafns við karla. Það er rétt að taka fram að engin ástæða er til að ætla að konur verði í minnihluta sem notendur upplýsingatækninnar í fram- tíðinni. Þær verða til dæmis án vafa miklir notendur netverslana. Þær munu nota tæknina til að spara sér sporin og auðvelda sér ýmis dagleg verkefni. En við þurfum fleiri konur í mótunarstörfin. Þessi mótunarstörf felast t.d. í þróun hug- eða vélbúnaðar og efnisgerð eða framsetningu efnis fyrir Vefinn. Benda má á ýmislegt fleira sem tengist mótun samfélagsins. Til dæmis ættu konur að tjá sig meira um þær formlegu eða óformlegu siðareglur sem mótaðar verða um notkun Netsins. Ekki er ólíklegt að margar konur hafi þar annað gildismat eða sýn en karlar. Tölulegar upplýsingar Launamunur kynja í upplýsingatækni- störfum er óverulegur ef tekið er mið af niðurstöðum úr launakönnunum Félags tölvunarfræðinga s.l. 5 ár. Þar kemur fram að konur hafa haft um 80% af heildarlaun- um karla. Þegar þessar upplýsingar eru skoðaðar ber að hafa í huga að konur vinna mun minni yfirvinnu en karlar og skýrir það væntanlega að miklu leyti þennan mun. Einnig kemur fram að konur (tölvunar- fræðingar) hafa haft um 90% af föstum launum karla. Hér ber að hafa í huga að í mögum tilfellum er föst yfirvinna hluti af föstum laununum og því erfitt að draga beina ályktun af þessu. Umsjónarmönnum þessara kannana ber saman um að hér sé í raun um óverulegan mun milli kynja að ræða. Þessar tölur ættu öðru fremur að hvetja konur til að leggja út á upplýsingahrað- brautina og sækja þangað menntun, störf og launajöfnuð. í reglulegum könnunum sem Verkefnis- stjóm um upplýsingasamfélagið hefur lát- ið gera á tölvueign og Intemetaðgangi hefur ekki komið fram munur á konum og körlum að neinu marki nema þegar kemur að því hversu löngum tíma varið er á Intemetinu. Þá kemur fram að konur sem á annað borð nota Intemetið nota það að meðaltali 5 klst í viku en karlar um 6,4 klst á viku. í fyrri könnunum var þessi munur meiri. Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessum tölum. • í Skýrslutæknifélag íslands em félags- menn alls 771, þar af um 18% konur. Arið 1993 vom konur um 14% félags- manna þannig að hlutfall kvenna vex nokkuð en þó allt of hægt. • A félagaskrá Félags tölvunarfræðinga eru skráðir félagar samtals 426. Karlar em 345 og konur 81 eða 19%. • Af Tölvubraut Iðnskólans í Reykj avík hafa frá 1989 fram til dagsins í dag út- skrifast 37 konur og 116 karlar. Konur eru því um 25% af þeim hópi. • A haustönn 1999 innrituðust 150 nem- endur í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og voru konur 28% af þeim hópi. A 2. ári em konur 30% nemenda og á 3. ári em konur 10% nemenda. Konur em því 10-30% í þessum ár- göngum. • Háskóli Islands hefur frá upphafí braut- skráð 427 nemendur með B.S.-próf í tölvunarfræði. Brautskráðar konur era aðeins 18,5% útskrifaðra. I dag eru stúdentar í tölvunarfræðiskor alls 239. Karlar em 192 og konur 47 eða 24%. • I Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum em í gangi átta bekkir í heilsársnámi í for- ritun og kerfísfræði. Þar em samtals 102 nemendur og þar af aðeins 8 konur eða tæplega 8%. Ofangreind dæmi benda til að konur séu nálægt 20% þeirra sem hafa aflað sér menntunar á sviði upplýsingatækni og lítil hreyfing sjáist til betri vegar. Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.