Tölvumál - 01.07.2000, Page 16

Tölvumál - 01.07.2000, Page 16
Rafræn vicSskipti Rafræn viðskipti: SMT sqmskipti Eimskips og Landsbanka Islands Guðmundur Hermannsson Tilgangurinn með þessu var að auka þjónustu við viðskipta- vini, leysa af hólmi hina hefðbundnu ávísanaútgáfu og gera þannig allt út- greiðslu ferlið skil- virkara, hraðvirkara og ódýrara Fyrir nokkru síðan fór af stað sam- vinnuverkefni Eimskips og Lands- bankans sem fólst í því að koma á skjalasendingum milli tölva (SMT) sem snúa að útgreiðslum af bankareikningum beint inn á reikninga viðskiptamanna. Til- gangurinn með þessu var að auka þjónustu við viðskiptavini, leysa af hólmi hina hefðbundnu ávísanaútgáfu og gera þannig allt útgreiðslu ferlið skilvirkara, hrað- virkara og ódýrara. Hér er um nýjung í bankaviðskiptum á íslandi að ræða. SMT samskipti Eimskips og bankans eru tvíþætt. Annars vegar sendir Eimskip beiðni um útgreiðslur til bankans og bank- inn sendir til baka svarskeyti en hins vegar tekur Eimskip við reikningsyfirliti frá bankanum. Þetta var unnið sem tvö aðskilin verk- efni. Reikningsyfirlitið var fullmótað skeyti sem bankamir hafa boðið upp á um nokkurt skeið og því lá útfærslan í því til- felli alfarið hjá Eimskip. Móttaka reikn- ingsyfirlita hófst í ágúst 1999 og hefur gengið snurðulaust síðan. Beiðni um útgreiðslur var hins vegar nýjung þannig að verkefnið byrjaði með sameiginlegri skilgreiningarvinnu Eim- skips og Landsbankans. Útfærsla, forritun og frumprófanir kerfisins gengu vel en síðan varð nokkur töf á gangsetningu. Astæður þeirra tafa voru ýmsar s.s. skortur á mannafla til að sinna verkinu og einnig var gangsett nýtt fjárhagskerfi hjá Eimskip á þessum tíma. Tafimar vom á engan hátt tengdar vandamálum í verkefninu sjálfu. Lokaprófanir kerfisins fóm síðan fram í janúar 2000 og notkun kerfisins hófst að fullum krafti í febrúar 2000 og eru þetta fyrstu greiðslubeiðnirnar sem komið er til innlends banka með þessum hætti Hér á eftir fer lýsing á tæknilegri út- færslu þessara skeytasendinga. Beiðni um útgreiðslur Skeytin í kerfinu byggja öll á stöðluðum íslenskum SMT skeytum sem em sam- kvæmt EDIFACT staðli Sameinuðu þjóð- anna. Skeytasendingamar em fram- kvæmdar með X.400 póstkerfi sem er sá miðill sem mest hefur verið notaður við slíkar skeytasendingar sökum rekjanleika og stimplana sem þar em. Til að auka ör- yggið era skeytin síðan brengluð með lyklapari þannig að ómögulegt er að skoða eða breyta innihaldi skeytisins nema með því að hafa lykla viðkomandi aðila. Gögn vegna útgreiðslna verða til í fjár- hagskerfi Eimskips. Kerfíð er OneWorld frá JD Edwards. Gagnagrannur kerfisins liggur á AS/400 tölvu Eimskips í Reykja- vík en notendaviðmótið er í Windows. Forsenda þess að viðskiptamenn fá greiðslur með þessum hætti er að í kerfinu séu til staðar upplýsingar um reiknings- númer þeirra. Gert var átak í að fá þessar upplýsingar frá viðskiptamönnum og skil- aði það átak góðum árangri. Útfærslan er þannig að inni í OneWorld kerfinu hefur verið útbúið forrit sem skrif- ar upplýsingamar um útgreiðslurnar í sér- staka töflu. Síðan var útbúið annað sjálf- stætt forrit sem les þessa töflu og útbýr textaskrá á fyrirfram ákveðnu formi sem SMT þýðandinn getur lesið og þýtt í SMT skeyti. Þessi skrá er sett í ákveðna möppu á AS/400 vélinni. Sérstakur SMT hugbúnaður sem keyrir á nettengdri PC vél athugar síðan með reglulegu millibili hvort ný skrá sé í möppunni á AS/400 vélinni. Ef þar er ný skrá em gögnin tekin og þýdd yfir á staðl- að SMT form. Gögnin em einnig brengluð með leyndarkóða og síðan skrifuð í ákveðna möppu á PC netþjóni þaðan sem X.400 pósthús tekur þau og sendir til við- komandi þjónustuaðila. Afrit af öllum gögnum er geymt og allar aðgerðir skráð- ar í „log“ skrá. Eimskip rekur sitt eigið X.400 pósthús sem sér um sendingu og viðtöku á öllum X.400 skeytum annað hvort í gegnum 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.