Tölvumál - 01.07.2000, Side 9

Tölvumál - 01.07.2000, Side 9
Blátönn sambandsfrjálsa gagnaþjónustu til sam- skiptareglna efri laga með hæfni til að flétta samskiptareglur, hlutunar- og smöl- unaraðgerðum og hópútdrætti. L2CAP gerir viðföngum og samskiptareglum í efri lögum kleift að senda og taka á móti L2CAP pökkum að lengd allt að 64 kB. Þó grunnbandsreglan láti í té SCO og ACL greinagerðimar þá er L2CAP einung- is skilgreint fyrir ACL greinar og stuðning- ur fyrir SCO greinar er tilgreindur í Hönn- unarlýsingu Bluetooth útgáfu 1.0. Samskiptaregla þjónustuskynjunar (SDP) Skynjunarþjónustur eru þýðingarmikill hluti af innviðum Bluetooth. Þessar þjón- ustur em gmnnurinn fyrir öll notkunarlík- önin. Með samskiptareglu þjónustuskynj- unar SDP má gera fyrirspumir um upplýs- ingar um búnað, þjónustur og þjónustueig- inleika og setja upp tengingu milli tveggja eða fleiri Bluetooth tækja í framhaldi af því. SDP er skilgreint í hönnunarlýsingu SIG fyrir samskiptareglu þjónustuskynj- unar. Samskiptaregla í stað kapals SFCOMM RFCOMM er samskiptaregla sem hermir eftir raðtengingu og er byggð á ETSI 07.10 hönnunarlýsingunni. Þessi sam- skiptaregla sem kemur í stað kapals herm- ir eftir RS-232 stýri- og gagnamerkjum yfir gmnnband Bluetooth og leggur til flutningshæfni fyrir þjónustur í efri lögum (t.d. OBEX) sem nota raðtengingu sem flutningsmiðil. RFCOMM er tilgreint í hönnunarlýsingu fyrir RFCOMM með 07.10. Samskiptaregla talsímastjórnunar (TCS) Tvíundarstýring talsíma Samskiptareglan fyrir tvíundarstýringu talsíma (TCS Binary eða TCS BIN), sem er bitabundin samskiptaregla, skilgreinir stjómmerki uppkalla sem þarf til að stofna tal- og gagnasambönd milli Bluetooth tækja. Reglan skilgreinir auk þess umsjón- araðferðir fyrir hreyfanleika til að með- höndla fjölda Bluetooth TCS tækja. Sam- skiptareglan fyrir tvíundarstýringu talsíma er skilgreind í hönnunarlýsingu fyrir sam- skiptareglu talsímastjómunar Bluetooth sem er byggð á ITU-T tilmælum Q.931 og notar samhverfuskilyrði í viðauka D í Q.931. AT-skipanir í talsímastýringu Bluetooth SIG hópurinn hefur skilgreint mengi AT-skipana sem nota má til að stýra þráðlausum símum og mótöldum í fjöl- notalíkönum (sjá kaflana Alnetsbrú og Hið fullkomna höfuðtólið). í Bluetooth em þær AT-skipanir sem notaðar em byggðar á ITU-T tilmælum V.250 og ETS 300 916 (GSM 07.07). Auk þess em skip- animar sem notaðar em fyrir myndsendi- þjónustur tilgreindar með útfærslunni. Þessar skipanir geta verið: • Fax Class 1.0 TIA-578-A og ITU T.31 Service Class 1.0 • Fax Class 2.0 TIA-592 og ITU T.32 Service Class 2.0 • Fax Service Class 2 - engin staðall Aðfengnar samskiptareglur PPP f Bluetooth tækninni er PPP hannað til að keyra yfir RFCOMM til að setja upp beint samband. PPP er samskiptaregla IETF (Internet Engineering Task Force) fyrir beintengingar (Point-to-Point Protocol) og PPP-netvirkni er aðferðin til að taka IP pakka til eða frá PPP laginu og setja þá á staðametið (LAN). TCP/UDP/IP Þessar stöðluðu samskiptareglur em skil- greindar af IETF og notaðar fyrir sam- skipti yfir Alnetið. TCP/IP staflar hafa komið fram í margskonar tækjum eins og prentumm, handtölvum og hreyfanlegum handtækjum, enda em þeir taldir mest not- aða fjölskylda samskiptareglna í heimin- um í dag. Aðgengi að þessum reglum er óháð stýrikerfi þó útfærslur byggi yfirleitt á tengilslíkani fyrir forritunarskil. Út- færsla þessara staðla í Bluetooth tækjum leyfir samskipti við sérhvert annað tæki sem tengt er Alnetinu: Bluetooth tækið, hvort sem það er Bluetooth handtæki eða gagnaaðgangstæki sem dæmi, er þá notað sem brú yfir á Alnetið. TCP/IP/PPP er notað í öllum útfærslum á Alnetsbrú í Bluetooth 1.0 og fyrir OBEX í komandi útgáfum. UDP/IP/PPP er einnig í boði sem flutningur fyrir WAP. Tölvumál 9

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.