Tölvumál - 01.07.2000, Page 24

Tölvumál - 01.07.2000, Page 24
Symbicm Nýja fyrirtækið, Symbian, var stofnað með það að mark- miði að stýrikerfi fyrir farandtæki skyldi ekki vera smækkuð útgáfa venjulegs stýrikerfis, heldur sérsniðið slýri- kerfi, fullkomlega að- lagað umhverfi sínu, sem gæti gegnt hlut- verki biðlara I öllum Psion vélum var skilvirk gagna- vinnsla í fyrirrúmi til að tryggja þokkalega endingu rafhlaða og tölvuumhverfið traust Árið 1998 hófu Psion og helstu fram- leiðendur farsíma samvinnu um þróun verkvangs fyrir Snjallsíma (Smartphone) og Communicator-síma (eins og lýst verð- ur nánar hér á eftir). Þeir byggðu verk- vanginn á EPOC-stýrikerfmu frá Psion (EPOC, útgáfa 5, er í tækjum eins og Psion 5 og Revo). Ericsson, Nokia, og Motorola slógust í hópinn og loks Pana- sonic í maí 1999. Nýja fyrirtækið, Symbi- an, var stofnað með það að markmiði að stýrikerfi fyrir farandtæki skyldi ekki vera smækkuð útgáfa venjulegs stýrikerfis, heldur sérsniðið stýrikerfi, fullkomlega aðlagað umhverfi sínu, sem gæti gegnt hlutverki biðlara. Eigendunum kom einnig saman um það að notkun opinna staðla sem þriðji aðili gæti skrifað hugbúnað í væri farsælasta leiðin til að ryðja braut nýjungum og örva sölu. Þannig varð til þráðlaust upplýsingatæki (WID: Wireless Information Device). Hvers vegna EPOC, hvers vegna Symbian? Psion og samstarfsaðilar stóðu frammi fyrir svipuðum kröfum á farandtæknisvið- inu. Hvorir tveggja smíðuðu tæki sem hönnuð voru með hreyfanleika í huga, en það takmarkaði tiltækt afl - tækin urðu eingöngu að treysta á rafhlöður og hægt ræsa þau á augabragði. í öllum Psion vél- um var skilvirk gagnavinnsla í fyrirrúmi til að tryggja þokkalega endingu rafhlaða og tölvuumhverfið traust. Hugbúnaðurinn gengur vel með hægvirkum gjörvum (CPU) og í kjama hans er orkuspamaðar- búnaður sem tryggir bestu hugsanlega nýt- ingu. Hann nýtir kísilflögumar mjög vel og mest öll fjölverkavinnsla er tímastillt fyrirfram, þannig að þræðir (sjálfstæð vinnsluflæði forrita) og samskipti milli þeirra em í lágmarki. Þetta allt er gert með því að endumota forritakótann eins og mögulegt er og nota hlutbundna hönnun. EPOC, verkvangi Symbian er skipt í ‘vélar-hluta’ og myndrænt notandaviðmót (GUI), þannig að breyta má hönnuninni á stökum einingum. Þetta er verulegt hag- ræði fyrir samstarfsaðila Symbian eins og við eigum eftir að sjá. Hægt er að skrifa forrit í C++ eða Java (eða OPL, sérstöku, þróunarmáli sem líkist BASIC ) og með tengiforritum (API) í EPOC geta forrita- smiðir notað annan hugbúnað og tenging- ar við önnur þráðlaus upplýsingatæki, ein- menningstölvur eða þjóna. Uppbygging Symbian-verkvangsins gerir það einnig að verkum að auðvelt er að þróa margs konar samskiptareglur. Hann er einnig kjörinn fyrir farandfjar- skipti: nýi verkvangurinn verður að geta stutt margs konar nettilhögun - og stund- um vera viðbúinn því að hana vanti. Til dæmis mætti hugsa sér framtíðamotanda sem réði yfir sendingarhraðanum 384 Kbps og EDGE í þéttbýli en yrði að nota 9,6 Kbps í dreifbýli þar sem notendur væra færri og tæknin því skemmra á veg komin. Nýi Symbian-verkvangurinn er viðbúinn þessum aðstæðum og yrði ‘alltaf til reiðu’ fyrir notandann, gæti unnið sjálf- stætt ef þörf krefði, við hvaða aðstæður sem notandinn ynni. Nýjar tegundir þráðlausra upplýsinga- tækja Frá 1998 hefur Symbian verið í náinni samvinnu við samstarfsaðila um þróun nýrrar kynslóðar þráðlausra upplýsinga- tækja sem á að gegna hlutverki þróaðra biðlara í þráðlausum netkerfum. Sem þró- aðir biðlarar hafa þessi þráðlausu upplýs- ingatæki nægilega vinnslugetu til að keyra fjölda forrita eins og ritvinnslu, reikni- vang, dagbók og nafnaskrá og svo sam- skipti; síma, tölvupóst, SMS og einkanet (Personal Area Networking, sem t.d. gæti notað Bluetooth). Symbian hefur þá trú að einföldu gömlu lófatölvumar muni hverfa. í þeirra stað koma ekki bara alls kyns þráðlaus upplýsingatæki, þar á meðal frá samstarfsaðilum Symbian, heldur einnig sérforritaðir símar. Til dæmis eru væntan- legir símar frá breska farsímafyrirtækinu Virgin sem sameina að sækja sér tónlist og panta geisladiska. Sony, samstarfsaðili Symbian, kveðst ætla að búa til farsíma sem hentar vel til leikja. Farandupplýsinga- og fjarskiptatæki spanna sviðið allt frá fullbúnum fartölvum til lófatölva sem færar eru um gagna- vinnslu og tilfallandi fjarskipti til farsíma sem fyrst og fremst eru símar en hafa nægilegt geymslurými fyrir nafnaskrá og einföld boð. Þau sem ætluð em til sam- skipta - þráðlaus upplýsingatæki frá Symbian - em af tveimur gerðum. ‘Snjall- 24 lolvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.