Tölvumál - 01.07.2000, Page 7

Tölvumál - 01.07.2000, Page 7
Blátönn Við hönnun á sam- skiptareglunum og öll- um stafla samskipta- reglnanna var megin markmiðið að há- marka endurnýtingu á fyrirliggjandi sam- skiptareglum fyrir mis- munandi not í hærri lögunum í stað þess að finna upp hjólið eina ferðina enn hAeð samskiptareglu þjónustuskynjunar SDP má gera fyrir- spurnir um upplýsing- ar um búnað, þjón- ustur og þjónustueig- inleika og setja upp tengingu milli tveggja eða fleiri Bluetooth tækja í framhaldi af því Samskiptastafli Bluetooth Endanlegt markmið hönnunarlýsingarinn- ar er gera viðföngum sem skrifuð eru í samræmi við hana kleift að vinna hvort með öðru. Til að ná þessu markmiði verða jafngild viðföng (það eru samsvarandi biðlara og miðlara viðföng) í aðskildum tækjum að nota sama stafla samskipta- reglna. Eftirfarandi er dæmi um stafla samskiptareglna (talið ofan frá og niður) sem styður viðfang ætlað til að skiptast á rafeinda-nafnspjöldum: vCard -> OBEX - > RFCOMM -> L2CAP -> grunnband. Þessi stafli samskiptareglna inniheldur bæði innri hlutaframsetningu, vCard, og samskiptareglur sem þarf fyrir þráðlausan flutning. Mismunandi viðföng geta keyrt á mis- munandi stöflum samskiptareglna. Samt sem áður notar hver þessara stafla sameig- inlegt greinalag og bitaflutningslag í Blue- tooth. Sjá nánar um samskiptalögin síðar. Mynd 1 sýnir heildarstafla samskiptaregl- anna í Bluetooth eins og hann er í hönnun- arlýsingunni og þar ofan á eru viðföngin sem nota notkunarlíkön Bluetooth. Það eru ekki öll viðföng sem nota allar sam- skiptareglur Bluetooth sem sýndar eru á mynd 1. í staðinn keyra viðföngin ofan á einni eða fleiri „lóðréttum sneiðum“ úr þessum stafla samskiptareglna. Dæmigert er að „lóðréttar sneiðar" bætist við fyrir þjónustur sem styðja meginviðfangið, eins og tvíundarTCS (TCS Binary) (hönnunar- lýsing talsímastjórnunar: Telephony Control Specification) eða SDP (sam- skiptareglu þjónustuskynjunar: Service Discovery Protocol). Það er vert að taka fram að mynd 1 sýnir hvemig þessar sam- skiptareglur eru að nota þjón- ustu annarra samskipta- reglna þegar flytja þarf gögn þráðlaust. Samskiptaregl- urnar geta á hinn bóginn haft einhver önn- ur vensl við aðrar samskiptareglur. Sem dæmi geta sumar samskiptareglur (L2CAP, TCS Binary) notað LMP (Link Manager Protocol), samskiptareglur greinastýringa, þegar þarf að hafa stjóm á greinastýringum. Eins og sjá má á mynd 1 samanstendur allur stafli samskiptareglnanna af reglum á borð við LMP og L2CAP sem eingöngu tilheyra Bluetooth og öðram samskipta- reglum eins og OBEX (Object Exchange Protocol) hlutaskiptareglum og UDP (User Datagram Protocol) gagnaskeyta- reglum sem ekki tilheyra Bluetooth ein- göngu. Við hönnun á samskiptareglunum og öllum stafla samskiptareglnanna var megin markmiðið að hámarka endumýt- ingu á fyrirliggjandi samskiptareglum fyrir mismunandi not í hærri lögunum í stað þess að finna upp hjólið eina ferðina enn. Endumýting á samskiptareglum kem- ur líka að gagni við að aðlaga fyrirliggj- andi (eldri) viðföng til að þau vinni með Bluetooth tækninni og til að tryggja lipra vinnslu og samvirkni þessara viðfanga. Þannig geta ýmis viðföng sem þegar hafa verið þróuð strax nýtt sér hug- og vélbún- að sem er í samræmi við hönnunarlýsing- una. Hönnunarlýsingin er einnig opin sem gerir mögulegt fyrir þá sem vilja að útfæra eigin (sérhannaðar) samskiptareglur við- fanga eða viðurkenndar reglur ofan á sam- skiptareglur sem eingöngu tilheyra Bluetooth. Þannig leyfir opna hönnunar- lýsingin þróun á fjölda nýrra viðfanga sem nýta að fullu möguleika Bluetooth tækn- innar. Samskiptareglur í högun Bluetooth Stafla samkiptareglna Bluetooth má greina í fjögur lög í samræmi við tilgang þeirra þar með talið hvort Bluetooth SIG hefur átt þátt í þróuninni. Samkiptaregl- umar tilheyra lögunum á eftirfarandi hátt. Til viðbótar við lög samskiptareglnanna að ofan er einnig skilgreint í hönnunarlýs- ingunni hýsistjóratenging (HCI: Ilost Controller Interface) sem lætur í té skip- anaviðmót við grunnbandsstýringuna, greinastjóra og aðgang að stöðu vélbúnað- ar og stýrigista. Þessi tenging verður ekki rædd frekar hér en nánari upplýsingar má Samskiptalag Kjarna-samskiptareglur Bluetooth Samskiptareglur í stað kapals Samskiptareglur talsímastjórnunar Aðfengnar samskiptareglur Samskiptareglur í staflanum Grunnband, LMP, L2CAP, SDP RFCOMM TCS Binary, AT-skipanir PPP, UDP/TCP/IP, OBEX, WAP, vCard, vCal, IrMC, WAE Tölvumál 7

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.