Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 28
Gögn veröa að upplýsingum
En hvað er OIAP?
Segja má að OLAP
geri notendum kleift
að fá innsýn í gögn
á hraðan, skilvirkan
og gagnvirkan hátt
með þvl að skoða
þau út frá mörgum
sjónarhornum
fijálst að taka niðurstöðumar og fá hvem
sem er til að vinna verkið.
Þegar hlutimir eru komnir í gott lag er
ráðlegt að halda þeim þannig. Því býður
fyrirtækið upp á framhald sem felst í því
að starfsmenn þess koma seinna að fyrir-
tækinu og skoða hvemig stöðu mála er
háttað þá s.s. hvort farið hafi verið eftir
þeim tillögum sem lagðar vom fram í út-
tektinni og hvort eitthvað nýtt hafi komið
upp á og þá hvað skuli gera í þeim málum
til úrbóta. Boðið er upp á áframhaldandi
gagnahögun en slíkt tekur mun styttri tíma
en upphaflega úttektin.
Stjórnendaupplýsingar
Annar þáttur í þjónustnni felst í að tryggja
að stjómendur geti fengið þær upplýsingar
sem þeir þurfa á auðveldan og þægilegan
hátt.
Notkun vömhúss gagna og OLAP tækni
(e. On Line Analytical Processing) til
greiningar á viðskiptagögnum er ein leið
til að koma á móts við upplýsingaþarfir
stjómenda. En hvað er OLAP? Segja má
að OLAP geri notendum kleift að fá inn-
sýn í gögn á hraðan, skilvirkan og gagn-
virkan hátt með því að skoða þau út frá
mörgum sjónarhomum. Með OLAP
tækni má því taka hrá gögn og setja þau
þannig upp að þau sýni raunverulegar
víddir rekstursins eins og stjómandinn vill
fá þær hverju sinni. OLAP tæknin hjálpar
því til að breyta gögnum í aðgengilegar
upplýsingar.
Kostir OLAP
Eftirfarandi þættir valda því að OLAP
tæknin hentar vel fyrir stjómendur.
• Auðveld notkun. Notendur em fljótir að
tileinka sér notkun OLAP verkfæranna.
Myndræn framsetning auðveldar mjög
notkun OLAP teninga.
• Sveigjanleiki. Fyrirspumir em mjög
sveigjanlegar. Hægt er að skoða gögnin
út frá mörgum mismunandi sjónarhom-
um.
• Mikil yfirsýn. OLAP vinnslan veitir
mikla yfirsýn. Auðvelt er að sjá þróun
lykilstærða út frá hinum ýmsu víddum
rekstursins. Hægt er að skoða fyrirtæk-
ið í heild eða ákveðnar einingar þess.
Auðvelt er að bera saman frammistöðu
mismunandi rekstrareininga.
• Dregur verulega úr þörffyrir skýrslu-
gerð. Ein OLAP fyrirspum kemur í
stað margra skýrslna úr bókhaldskerfi.
Vinnsla ákveðinna upplýsinga er mun
hagkvæmari með OLAP tækni en með
hefðbundinni skýrslugerð.
OLAP lausnir fró EJS
Til að mæta auknum kröfum markaðarins
um úrvinnslu upplýsinga hafa EJS og
Hugur um nokkurt skeið unnið saman að
gerð staðlaðra OLAP lausna sem vinna
lykilupplýsingar úr viðskiptakerfum.
Markmið samvinnunnar var að búa til afar
öflugar OLAP lausnir sem jafnframt eru
einfaldar í uppsetningu og viðhaldi. Með
þessum stöðluðu lausnum verður fyrir-
tækjum því gert mun auðveldara en áður
að taka þessa nytsömu tækni í sína þjón-
ustu. Lausnimar hafa þegar verið teknar í
notkun í nokkrum fyrirtækjum.
Grunnlausnin byggir á Microsoft OLAP
Server til að reikna og meðhöndla gagna-
teninga og miðast við að þeir séu skoðaðir
í vefskoðara. Með því móti er auðvelt að
dreifa lykilupplýsingum um reksturinn
yfir netið, t.d. til útibúa úti á landi. Auð-
velt er að tengja vefskjöl við Microsoft
Outlook þ.a. stjómendur fái lykilupplýs-
ingar á aðgengilegan hátt í sínu daglega
vinnuumhverfi. Með því móti má byggja
upp mælaborð stjórnandans á mjög ein-
faldan hátt. Einnig má skoða teninga í
Excel 2000 sem er hluti af Office 2000.
Þekking á Excel er almenn og í Excel er
mjög auðvelt að setja upp sk. pivot töflur
og birta gögn frá OLAP þjóni á grafískan
hátt.
Til viðbótar þessari gmnnlausn býður
EJS upp á almenna þjónustu á sviði vöm-
húsa gagna og OLAP lausna, og eru nokk-
ur verkefni í gangi á því sviði. Ólíkt öðr-
um aðilum á markaðnum er fyrirtækið
ekki bundið birgjum og er verið að nota
OLAP verkfæri frá Oracle, Microsoft og
Cognos í þessum verkefnum.
Rekstrarþjónusta
EJS býður einnig upp á rekstrarþjónustu
en í því felst að sérfræðingar sjá þá alveg
eða að hluta til um gagnagrunnskerfi fyrir-
tækja.
Það eru tvö gagnasafnskerfi ráðandi á
markaðinum í dag, Oracle og SQL Server.
28
Tölvumál