Tölvumál - 01.07.2000, Qupperneq 11

Tölvumál - 01.07.2000, Qupperneq 11
Blátönn (GAP: Generic Access Profile), lýs- ingu á raðtengi, lýs- ing á viðfangi til þjónustuskynjunar (SDAP: Service Discovery App- lication Profile) og lýsing á almennum samskiptum hluta (GOEP: Generic Object Exchange Profile). Skráarflutningur Samstilling krefst þess að upplýsingar um nafnspjöld, dagbók og verkefnalista séu flutt og meðhöndluð af tölvum, farsímum og lófatölvum með því að nota sam- ræmda samskipta- reglu og snið Notkunarlíkanið fyrir skráarflutning (sjá einnig Eigindalýsing skráarflutnings frá Bluetooth SIG) gefur þann möguleika að flytja gagnahluti frá einu tæki (t.d. ein- menningstölvu, síma eða lófatölvu) til annars. Gerðir hluta geta meðal annars verið .xls, .ppt, .wav, .jpg og .doc skrár, skráarmöppur og listar í heild sinni eða flæðimiðlunarsnið. Þetta notkunarlíkan gefur jafnframt möguleika á því að rápa um innihald í skráarmöppum á fjarlægu tæki. Þar til viðbótar eru einfaldar aðgerðir fyrir gjöf og skipti, á t.d. nafnspjöldum, tekin fyrir í lýsingu á hlutagjöf, með vCard tilgreint sem snið fyrir gjöf á inni- haldi nafnspjalds. Samskiptastaflinn sem skilyrtur er fyrir þetta notkunarlíkan er sýndur á mynd 3. Myndin sýnir ekki LMP, grunnbands- né útvarpslögin þó þau lög séu notuð undir þeim (sjámynd 1). Alnetsbrú Farsími eða þráðlaust mótald hegðar sér eins og mótald fyrir einmenningstölvuna í þessu notkunarlíkani, og ræður við upp- hringisambönd og myndsendingar án þess að það þurfi víratengingu við einmenn- ingstölvuna. f tilfelli upphringisambands þarf þetta notkunarlíkan tveggja þátta samskiptastafla (í viðbót við SDP grein- ina) sem sýndur er á mynd 4. AT-skipan- irnar eru nauðsynlegar til að stýra farsím- anum eða mótaldinu sem og annar stafli (t.d. PPP yfir RFCOMM) til að flytja gögnin. Við myndsendingu er notaður svipaður samskiptastafli en í því tilviki eru PPP og PPP netvirknireglur ekki not- aðar heldur sendir viðfangið myndbréfið beint yfir RFCOMM. LAN aðgangur í þessu notkunarlíkani (sjá einnig Eiginda- lýsingu á aðgangsstað staðamets með PPP frá Bluetooth SIG) notar fjöldi útstöðva aðgangsstað staðamets (LAP: LAN Access Point) sem þráðlausa tengingu við staðamet. Þegar þær eru tengdar virka út- stöðvamar eins og þær séu tengdar staðar- netinu með upphringisambandi. Utstöðin getur tengst öllum þjónustum á staðamet- inu. Samskiptastaflinn er næstum því eins og samskiptastafli notkunarlíkans Alnets- brúarinnar nema hvað AT skipanir eru ekki notaðar. Samskiptastaflinn er sýndur á mynd 5. Samstilling Notkunarlíkan samstillingar gefur sam- hæfingu á persónulegum upplýsingum (PIM: Personal Information Management) á milli tækja (síma, lófatölva, tölva o.fl.). Dæmi um PIM upplýsingar eru símaskrá, dagbók, skilaboð og minnisblöð. Samstill- ing krefst þess að upplýsingar um nafn- spjöld, dagbók og verkefnalista séu flutt og meðhöndluð af tölvum, farsímum og lófatölvum með því að nota samræmda samskiptareglu og snið. Samskiptastaflinn fyrir þetta notkunarlíkan er sýndur á mynd 6. Samstillingarviðfangið á myndinni Tölvumál 11

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.