Tölvumál - 01.07.2000, Síða 14

Tölvumál - 01.07.2000, Síða 14
Þekkingarstjórn Tæknin byggir á lög- máli ensks stærðfræð- ings, Thomas Bayes, sem hann setti fram fyrir um 250 árum Vaka yfir því sem notandi er að gera hverju sinni, hvort sem hann er að lesa fréttasíður á Intemetinu eða skrifa grein fyrir Tölvumál og stinga uppá greinum, skýrslum eða vefsíðum sem fjalla um svipað efni. Uppástungur geta komið um efni frá Intemetinu, frá innraneti fyrirtækisins eða um skjöl sem geymd em á hefðbundinn hátt einhversstaðar á neti fyrirtækisins. Þetta getur haft tals- verðan spamað í för með sér þar sem sá sem er að rita skýrslu fær sjálfkrafa vís- anir í upplýsingar sem gætu nýst hon- um. Einnig er hægt að flokka notendur eftir því hvað þeir lesa og skrifa og þar með koma á tengslum milli notenda með svipuð áhugamál eða starfssvið. Autonomy hefur nýlega sett í ókeypis dreifingu hugbúnaðinn Kenjin (www.kenjin.com) þar sem notendur geta fengið nasaþef af því hvað Autonomy getur gert. Hugbúnaðurinn keyrir í litlum glugga og vakir yfir því sem notandinn er að gera hverju sinni og kemur með uppástungur að skjölum eða vefsíðum sem fjalla um svipað mál- efni og notandinn er að lesa eða skrifa. Kenjin er annars vegar í beinu sam- bandi við Kenjin þjón sem Autonomy rekur og sér um að halda utan um at- riðaskrá fyrir intemetsíður. Hins vegar sér Kenjin um að búa til atriðaskrá yfir gögn á næmeti notanda eða á þeim stöðum sem notandi skilgreinir. Þessi atriðaskrá er geymd á tölvu notandans. Þess ber þó að geta að Kenjin þjónninn hjá Autonomy er ekki mjög ríkur af at- riðaskrám á íslenskar síður þannig að notagildi gæti takmarkast fyrir á inter- netleitinni fyrir Islendinga. ífc l* rtmtn, iMh B* Owt Swp Ko~ Wch liran HHW, Uri J 3 æL hJL U/m* |ö Mp/W m<wn(W«aM*ihnW 3 ^ («*• gjCurtowralrti íJ• UrT«JCw~ BJWnkmt “SH f pmaaaiBtaaMiaea - Hackers, crackers and Trojan horses: A primer öy DJml Mar»l«»iae (CIM)-TwothnastanVycomoutaruursmttM I ■«0»-YWarrlhaeJ.er* XraBeöwYaBroWnr. B moftpeopladon'tindcrstindhacfcertorwhatlhey B 1 The term Tiackei' uMieCy brwigí to rnrnd three ot these — people who bree* the tecunty ot conipucer rvKworVs, peoole who bre«r ttw seaintr on aoplcetion sottwere, end Safna saman á sjálfvirkan hátt upplýs- ingum um það sem notandi óskar og birta á sérsniðinn hátt fyrir notandann. Gagnasafn Morgunblaðsins hefur tekið þessa tækni í notkun og geta notendur gagnasafnsins búið sér til svokallaða Vaka sem hegða sér þannig að þeir vaka yfir gagnasafninu og senda notandanum tölvupóst. Þegar notandi les þær greinar sem vakinn stingur uppá þá getur hann merkt við þær sem komast næst því efni sem leitað er að og þjálfað vakann þannig að hann viti betur næst hverju hann ætti að leita eftir. Við lestur á þeim greinum sem vakinn stingur uppá birt- ast uppástungur neðanmáls um enn fleiri greinar sem tengjast málefninu. • Leita að upplýsingum með því að nota venjulegt málfar. Dæmi um slíkt er að finna í Gagnasafni Morgunblaðsins. • Sjálfvirk vefsmíði á þann hátt að vísanir (hyperlinks) á tengd efni eru settar sjál- krafa inn á vefsíður. Vefverslanir með gervigreind Auðvelt er að sjá fyrir sér notagildið fyrir þessa tækni og er gott dæmi um vel heppnaða notkun að finna hjá vefverslun- inni www.yatack.com. Þar er Autonomy tækni notuð meðal annars til þess að flokka kaupendur eftir því hvaða vörur þeir kynna sér og kaupa. Þessi flokkun gerir það að verkum að hægt er að stinga uppá vörum sem viðkomandi kaupandi hefur líklega áhuga á. Maður sem kaupir sér tjald er líklegur til að hafa áhuga á til- boði á svefnpokum og jafnvel gönguskóm. Nýlega gerði vefverslun Tesco (www.tesco.com) samning við Autonomy um lausn sem mun aðlaga vefinn sjálf- krafa að hverjum og einum kaupanda. Ef þú ert grænmetisæta færðu ekki tilboð um kjötvörur, ef þú kaupir þér útigrill eru lík- ur á því að þú fáir kynningu á tilboði á garðhúsgögnum, ef þú kaupir þér geisla- disk með Doors eru líkur á að þér sé bent á ljóðabók eftir Jim Morrisson. Hingað til hafa óbeinar tengingar sem þessar verið gerðar handvirkt á mjög takmarkaðan og tímafrekan hátt. Með Autonomy tækni er þetta gert algerlega sjálfvirkt. 1700% hækkun hlutabréfa Autonomy, sem er breskt fyrirtæki, varð til 1996 úr textagreiningardeild fyrirtækis- ins Neurodynamics (www.neurodyna- 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.