Tölvumál - 01.07.2000, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.07.2000, Qupperneq 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands -®©~ TCK.VUMAL Bluetooth: Blátönn inn við beinið Einar H. Reynis og Arnaldur F. Axfjörð 6 Þekkingarstjórn með hjálp gervigreindar Guðmundur Guðnason Rafræn viðskipti: SMT samskipti Eimskips og Landsbanka íslands Guðmundur Hermannsson 16 Af netfangaskrám Magnús Hauksson 19 Symbian og farandfyrirtæki Susie Helme 23 Gögn verða að upplýsingum Björn Þór Jónsson 27 Konur í íslenska upplýsingasam- félaginu Guðbjörg Sigurðardóttir 30 Ráðstefnur og sýningar 33 ISSN-NÚMER: 1021-724X í þessu tölublaði er víða komið við og meðal efnis er grein um stýrikerfið EPOC frá Symbian en fyrirtækið tók góðfúslega í beiðni Tölvumála um að segja lesendum blaðsins frá þeim verkefnum sem er verið að vinna að þar á bæ á sviði minnstu tölvanna. Leitarvélar koma við sögu meira og minna hjá hverjum einasta notanda á Netinu. Mikil gróska er í þeim geira og ánægjulegt að innlendir aðilar hafa lagt sitt af mörkum til að auðvelda okkur hinum leit en umfjöllun um þetta er einnig að finna í þessu tölublaði. Leitarvélar taka á sig margvíslegar myndir. Einhver umtalaðasta leitarvélin i dag er Google.com, sem er alveg undrasnögg og þykir hafa margt til brunns að bera en áhugamenn um leitarvélar almennt ættu að kíkja á vefsetrið Searchenginewatch.com. Til viðbótar við þessar þekktu er allur sá urmull sem er fyrir staðbundnar leitir á vef- setrum viðkomandi aðila en mögulegt er að nota forrit ásamt sérstökum skrám til að leita þar án þess að fara inn á vefsetrin fyrst og sömuleiðis er hægt að leita að efni á tugum vefsetra í einu. Það má leiða að því sterkar líkur að án leitarvéla væri oftar en ekki mjög torvelt, ef ekki ómögulegt, að finna upplýsingar og þar fyrir utan slæðist oft ýmislegt merkilegt með í niðurstöðunni. Tölvumál fara núna í sumarfrí en best að nota fyrst leitarvél til að finna flug og gistingu á uppáhalds dvalarstaðnum. Einar H. Reynis Tölvumál 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.