Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 23
Symbian
Symbian og farandfyrirtæki
Susie Helme
Gífurlega hröð út-
breiðsla farsímatækn-
innar um heim allan
ýtir á samruna farsím-
ans og borðtölvunnar
Eftir því sem nútíma vinnuafl er
meira á ferðinni, sjá þeir sem fást
við upplýsingatæknistjómun að
samtvinnun þráðlausra tækja með skrif-
stofukerfum gæti leitt til aukinnar fram-
leiðni. En hvaða leiðir eru upplýsinga-
stjómendum færar að farand (e: mobile)
tölvutækni fyrirtækja?
Árið 2002 verður ekki greint milli far-
andfjarskipta og tölvutækni á sama hátt og
nú er gert. I könnun sem gerð var á Netinu
hjá 400 fyrirtækjum sem notuðu Lotus
Notes/Domino voru t.d. 90% þátttakenda
á því að farandtæknibúnaður yrði nokkuð
mikilvægur eða mjög mikilvægur í upp-
lýsingastjómun innan fyrirtækjanna næstu
tvö árin. Nú þegar sjást merki um að þessi
eðlisbreyting sé hafin. Nú eru mörg tæki á
markaði þar sem samskipta- og tölvutækni
er meira og minna samtvinnuð. Þar á með-
al em tæki eins og MC218 frá Ericsson,
Psion 5mx og Revo, 9110 frá Nokia, ýmis
búnaður frá Palm og nýjasta Windows-af-
sprengi Microsoft, Pocket PC.
Gífurlega hröð útbreiðsla farsímatækn-
innar um heim allan ýtir á samruna far-
símans og borðtölvunnar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá GSM-Alþjóðasambandinu
(GSM Association), eru farsímanotendur
um 500 milljónir. Þar af eru 300 milljónir
GSM-notenda, í Evrópu, Afríku og Asíu.
Á íslandi, þar sem upphaflega var notaður
norræni farsímastaðallinn, NMT, hefur
farsímanotkun vaxið hröðum skrefum síð-
an GSM var tekið í notkun þar 1994. Á
næstu fjóram ámm eftir það náði GSM-
síminn yfirhöndinni og em nú þrír GSM-
notendur á móti hverjum NMT-notanda
samkvæmt upplýsingum frá Landssíman-
um.
Símafyrirtækin sáu fljótt möguleikana
sem fólgnir eru í því að leyfa notendum að
geta sent stórar gagnasendingar um loftið.
Stigvaxandi vinsældir SMS-skilaboða
knýja enn á um þetta. GSM-Alþjóðasam-
bandið spáir því að í lok þessa árs verði
sendir u.þ.b. tíu milljarðar GSM-skilaboða
í hverjum mánuði. En stórar gagnasend-
ingar í lofti em seinlegar á þeim hraða
sem nú gildir því GSM900/1800-net leyfa
aðeins sendingarhraðann 9,6 Kbps. En
fjarskiptaiðnaðurinn hefur bmgðist við
eftirspuminni með WAP (Wireless App-
lication Protocol), samskiptareglum í nýj-
um farsímum sem vafra má með um Net-
ið. Því verður möguleiki á farandneti -
fyrir aðgang og notkun innri neta fyrir-
tækja t.d - bráðum nauðsynlegur þáttur í
skipan upplýsingakerfa. Hvað þurfa þá
stjómendur upplýsingakerfa að hafa í
huga þegar farandfjarskipti og stefnur í
gagnavinnslu fær aukið vægi?
Að útbúa pakka
Tilkoma gagnapakkaþjónustu gerir nú
kröfur um nýjar gerðir tækja þar sem far-
andfjarskipti og tölvumarkaður rennur
saman. Um heim allan eru símafyrirtækin
farin að skipta úr annarrar kynslóðar net-
um (2G) yfir í meiri sendingarhraða, yfir í
2.5G sem notar GPRS (General Packet
Radio Service) eða EDGE (Enhanced
Data for GSM Evolution), sem senda
gagnapakka á hraðanum 172,2 Kbps - 384
Kbps. Þriðju kynslóðar net (3G) verða
ekki orðin almenn í Evrópu fyrr en eftir
2-3 ár, en þar er heitið gagnahraða allt að
2 Mbps. Þá yrðu sendingar á margmiðlun-
arstreymi (video streaming) og önnur sér-
hæfð þjónusta möguleg.
í nánustu framtíð gera því gagnapakka-
net og síaukið framboð símafyrirtækja á
bandbreidd í farandfjarskiptum kleift að
vrkka út þjónustusviðið - úr einfaldri tal-
símaþjónustu í fjölbreytta (farand) þjón-
ustu og viðföng, sambærilegt við það sem
gerist í borðtölvu. En framleiðendur átt-
uðu sig á því að ef þessi nýja tækni ætti að
nýtast þyrfti nýja stefnu til að koma far-
andtækninni inn í fjarskiptaheiminn. Áttu
þeir þá að þróa eigin lófatölvur (PDA) í
þessu skyni eða leitast við að koma á
framleiðslustaðli? Um þetta leyti vom fyr-
irtæki eins og Microsoft að reyna að ná
markaðshlutdeild með Windows CE tækj-
um. Palm hafði náð yfirráðum á markaðn-
um með lófatölvur en Psion var með
mesta hlutdeild í handtölvum.
Tölvumál
23