Tölvumál - 01.07.2000, Side 18

Tölvumál - 01.07.2000, Side 18
Rafræn viöskipti Einnig getur komið BANSTA (Svarskeyti í greiðslumiðlun) sem inni- heldur villur sem koma upp við framkvæmdina. Það að skeytin berist tvisvar er eðlilegt ef t.d. greiðsla á að bókast á ákveðnum degi fram í tíma, þá geta verið komn- ar upp nýjar villur við bókun ef einhverjar for- sendur hafa breyst t.d. ekki lengur næg innistæða fyrir úttektinni. Hægt er að biðja um bakfærslu á fjölgreiðslu- beiðni sem ekki hefur verið framkvæmd. Það er gert með því að senda PAYMUL skeyti með með ákveðnu svæði útfylltu sem segir til um að þar sé á ferð- inni beiðni um bakfærslu. Til baka getur komið BANSTA (Svarskeyti í greiðslu- miðlun) ef ekki er hægt að bakfæra. Sjá mynd 2: Skeytaflæði. Reikningsyfirlit Reikningsyfírlitið sem er SMT skeytið FINSTA er unnið með sama hætti og svar- skeytin sem berast vegna útgreiðslnanna og eru notuð til sjálfvirkrar afstemmingar á bankareikningum Eimskip. Að lokum Reynslan af þessu verkefni er sú að það er ekki tæknilega flókið að koma svona sam- skiptum á. Þegar um viðkvæmar upplýs- ingar sem þessar er að ræða þarf þó að vanda til verks og framkvæma ítarlegar prófanir. Strax frá upphafi var haft í huga að hafa yrði öll öryggismál í lagi þar sem um viðkvæmar upplýsingar er að ræða. Einn ótvíræður kostur við svona kerfi er að það er algerlega sjálfvirk tenging milli upplýsingakerfa þannig að aldrei þarf að skrá upplýsingar úr einu upplýsingakerfi inn í annað. Með þessu sparast vinna og hætta á villum lágmarkast. Kosturinn við að nota stöðluð skeyti sem þessi er sá að þar með er búið að byggja upp samskiptakerfi sem er óháð þjónustuaðilum og þeim hugbúnaðarkerf- um sem leggja því til gögn. Einnig gefa Beiðni um fjölgreiöslu —PAYMUL - skeyti með BGM1225=1 - - - BANSTA ef ekkl er h»gt að fella niður skeytlð Mynd 2: Skeytaflæöl þessi stöðluðu skeyti möguleika á að breyta og bæta við upplýsingum án þess að breyta þurfi kerfinu. Reynslan af þessu fyrirkomulagi hefur verið mjög góð og fer mikill meirihluti allra útgreiðslna hjá Eimskip fram með þessum hætti. Eimskip innanlands hefur einnig tekið upp sama skeytasendingar- kerfi. Augljóst er að með þessu fyrirkomu- lagi næst umtalsverður beinn spamaður auk annarra þátta s.s. meiri hraða og fl. Það er því fyrirsjáanlegt að í framtíðinni verða ýmis önnur slík samskipti leyst með sambærilegum hætti. Þar mætti t.d. nefna upplýsingar um innheimtukröfur. Vefurinn og hefðbundinn tölvupóstur hefur auðvit- að verið mikil bylting í upplýsingamiðlun. I mínum huga er þó stöðluð SMT sam- skipti hlutur sem tvímælalaust er kominn til að vera þar sem þar er upplýsingar að flæða úr einu upplýsingakerfí í annað á al- gerlega sjálfvirkan hátt. Vefurinn og netið nýtast að sjálfsögðu samhliða til miðlunar á upplýsingum sem ekki tengjast beint öðru upplýsingakerfi og einnig fyrir smærri aðila sem ekki hafa bolmagn í heilsteypta SMT lausn. Hvort XML mun leysa þetta af hólmi er svo annað mál sem ekki verður fjallað um í þessari grein. Guðmundur Hermannsson er kerfisfræðingur og sfarfar í Hugbúnaðarþróun - Upplýsingavinnslu - Eimskips 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.