Tölvumál - 01.07.2000, Side 8

Tölvumál - 01.07.2000, Side 8
Blátönn finna í virknilýsingu á hýsistjóratengingu Bluetooth. Á mynd 1 er HCI staðsett neð- an við L2CAP en þessi staðsetning er ekki skilyrt þar sem HCI getur sem dæmi verið ofan við L2CAP. Kjamareglur Bluetooth samanstanda af samskiptareglum sem tilheyra Bluetooth eingöngu og hafa verið þróaðar af Blue- tooth SIG. RFCOMM og TCS Binary samskiptareglumar vora þróaðar af Blue- tooth SIG en þær eru byggðar á ETSITS 07.10 og ITU-T tilmælum Q.931. Þörf er á kjamasamskiptareglum Bluetooth (auk Bluetooth útvarps) í flestum Bluetooth tækjum en aðrar samskiptareglur era ein- ungis notaðar eftir þörfum. Lagið með aðfengnum samskiptaregl- um, lagið með samskiptareglum í stað kapals og lagið með talsímastjómunar- reglum mynda saman viðfangstengdar samskiptareglur sem gera viðföngum kleift að keyra á kjamareglum Bluetooth. Eins og minnst var á fyrr er hönnunarlýs- ing Bluetooth opin og er hægt að nýta aðr- ar samskiptareglur eins og HTTP, FTP og fleiri til samvirkni, ofan á flutningsreglur Bluetooth eða ofan á viðfangstengdu sam- skiptareglumar sem sýndar era á mynd 1. Kjarnasamskiptareglur Bluetooth Grunnband Grannbandið og greinastjómunarlagið gera rauntengingu á útvarpstíðni mögu- lega milli Bluetooth eininga í ömeti. Þar sem útvarpskerfi Bluetooth byggir á tíðni- stökkum á dreifðu tíðnirófí (Frequency- Hopping Spread Spectrum), þar sem pakk- ar era sendir í skilgreindum tímahólfum á skilgreindum tíðnum, notar þetta lag upp- kalls- og fyrirspurnaraðferðir til að sam- stilla stökktíðnina í sendingu og klukku mismunandi Bluetooth tækja. Það gefur kost á tveimur mismunandi tegundum rauntenginga með samsvarandi grannbandspökkum, samstilltar sam- bandsbundnar (SCO: Synchronous Conn- ection Oriented) og ósamstilltar sam- bandsfrjálsar (ACL: Asynchronous Conn- ectionless) tengingar, sem senda má á fléttaðan hátt á sömu útvarpstíðnitenging- unni. ACL pakkar era eingöngu notaðir fyrir gögn á meðan að SCO pakkinn getur innihaldið hljóð eða samsetningu á hljóði og gögnum. Hægt er að útbúa alla hljóð- og gagnapakka með mismunandi stigum af framleiðréttingum (FEC: Forward Err- or Correction) eða lotubundinni viðauka- prófun (CRC: Cyclic Redundancy Code) og dulritun. Jafnframt er hverri tegund mismunandi gagna, þar með talið greinastýringar- og stýriskeytum, úthlutað sérstakri rás. Hljóð. Hljóð má senda milli eins eða fleiri Bluetooth tækja, sem gerir möguleg mismunandi notkunarlíkön og hljóðgögn- um í SCO pökkum er beint að og frá grunnbandinu en þau fara ekki um L2CAP. Hljóðlrkanið er til þess að gera einfalt innan Bluetooth; hvaða tvö Blue- tooth tæki sem er geta sent og tekið við hljóðupplýsingum með því einu að opna hljóðtengingu sín á milli. Samskiptaregla greinastýringa Samskiptaregla greinastýringa er notuð til að koma á tengingu milli Bluetooth tækja. Þetta felur í sér öryggisþætti eins og sann- vottun og dulritun með því að mynda, skiptast á og staðfesta tengingar og dulrit- unarlykla, auk stýringar og samræmingar á pakkastærðum grannbandsins. Jafnfram stýrir reglan aflháttum og not- stuðlum útvarpshluta Bluetooth, auk tengistöðu Bluetooth einingar innan ömetsins. Samskiptaregla rökgreinastýringar og aölögunar Samskiptaregla rökgreinastýringar og að- lögunar (L2CAP) aðlagar samskiptareglur efri laganna yfir grannbandið. Hugsa má sem svo að hún vinni samhliða LMP með þeim mun að L2CAP leggur til þjónustu við efri lögin en hins vegar era gögnin aldrei send sem LMP skeyti. L2CAP lætur í té sambandsbundna og 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.