Tölvumál - 01.07.2000, Síða 32

Tölvumál - 01.07.2000, Síða 32
Upplýsingasamfélagið Hvetja konur til að teggja út á upplýs- ingahraðbrautina og sækja þangað menntun, störf og launajöfnuð Hvað er tíl róða? Hvemig er hægt að fá fleiri konur til að stunda nám og koma til starfa í upplýs- ingatækni? Opnum umræðuna - foreldrar, kennar- ar, námsráðgjafar. Mikilvægt er að við horfum á mótun unga fólksins og það sem gerist á heimil- unum. Við þurfum að spyrja spuminga eins og: • hafa stelpur og strákar jafn góðan að- gang að tölvunnni heima? • hvar er heimilstölvan staðsett - er hún e.t.v. í herbergi stráksins en ekki stelpunnar? • fá strákamir frekar tölvubúnað í gjafir en stelpur? • fær stelpan e.t.v. þau óbeinu skilaboð frá foreldrum sínum að tölvur og tækni séu fyrir karla fremur en konur? • hvaða skilaboð erum við í daglegu tali að senda stúlkum um samleið kvenna og tækni? Hvernig er málum háttað í skólunum? • koma strákamir í skólann með meiri fæmi og ná þeir að ýta stelpunum til hliðar? • upplifa stelpumar minnimáttarkennd gagnvart strákum vegna þessa? • ná kennarar að hvetja stúlkur nægjan- lega til dáða í tölvuheimi? Hvaða skilaboð koma frá námsráðgjöfum? • hvemig meta og kynna námsráðgjafar störf í upplýsingatækniiðnaði? • er þeim ljóst hversu gífurlega fjölbreytt störf eru í boði fyrir fólk með sérþekk- ingu á upplýsingatækni? Finnum svör við þessum spurningum - hver á sínum heimavelli. Hvetjum fyrirtæki - fjölskylduvæn stefna Þau fyrirtæki sem í nútíð eða framtíð þurfa að laða til sín vinnuafl með þekk- ingu á upplýsingatækni ættu að móta og kynna aðlaðandi vinnuumhveríl. Fyrirtæki sem kemur til móts við þarfir fjölskyld- unnar með sveigjanlegum vinnutíma, möguleikum á að vinna hluta vinnunnar á tölvu heima og sveigjanleika vegna veik- inda barna stendur vel í samkeppni um hæfileikafólk sem vill ná sáttum milli fjöl- skyldunnar og vinnunnar. Fjölskyldu- stefna fyrirtækja er því afar mikilvægur þáttur í því að laða að og halda í hæfar konur með tækniþekkingu. Vitneskjan um slíkt vinnuumhverfi kvenna í tæknistörf- um og jákvæða möguleika á að samræma fjölskyldulíf og starfsframa ætti að hvetja ungar konur til að leggja fyrir sig nám á þessu sviði. Því vil ég eindregið hvetja fyrirtæki sem mjög eru háð tæknimenntuðu starfs- fólki til að móta og kynna fjölskyldustefnu af þessu tagi. Breytum ímynd starfanna - sjá reynslu- sögur (http://www.simnet.is/konur/) Umræða og áfamhaldandi kynning á þeim störfum sem eru í boði fyrir tækni- menntað fólk er mikilvægur þáttur í því að auka hlut kvenna í mótunarstörfum í upp- lýsingatækniiðnaði. Til þess að skapa al- mennan umræðugrundvöll hefur verið safnað saman 30 reynslusögum um konur sem stunda nám eða starfa á sviði upplýs- ingatækni. Þessar sögur og ýmsar töluleg- ar upplýsingar er hægt að skoða á vefnum http://www.simnet.is/konur/ sem settur var upp í tilefni ráðstefnunnar Konur og upp- lýsingasamfélagið, sem haldin var í apríl 2000. Foreldrar, kennarar og námsráðgjaf- ar eru eindregið hvattir til að skoða þenn- an vef. Skipuleggjum aðgerðir Ymsar aðgerðir eru þegar í gangi sem dæmi má nefna: • Átak til að fjölga konum í tækni- og raungreinum á háskólastigi og aðgerðir til að auka hlut kvenna í forystustörfum. • SÍVIT- þróunarverkefni um konur og upplýsingatækni. Öll verkefni af þessu tagi eru mikilvæg lóð á vogarskálina. Guðbjörg Sigurðardóttir er formaður Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið 32 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.