Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 10
Blátönn
A/leð jbví oð ía/ca upp
vCard og vCalendar
stuðlar SIG að frekari
framgöngu á sam-
skiptum persónuupp-
lýsinga samkvæmt
þessum vel skil-
greindu og mikið not-
uðu sniðum
OBEX samskiptaregla
IrOBEX (stytt í OBEX) er setu-sam-
skiptaregla sem þróuð var af IrDA(7«-
frared Data Association) til að skiptast á
hlutum á einfaldan og sjálfvirkan hátt.
OBEX, sem lætur í té sömu grunnvirkni
og HTTP en á mun einfaldari hátt, notar
biðlara/miðlarar líkan og er óháð flutn-
ingstækni og forritaskilum flutningsvið-
fanga, að því gefnu að það útfæri áreiðan-
legan flutningsgrunn. Ásamt samskipta-
reglunni sjálfri, sem er málfræðin fyrir
OBEX samskipti milli tækja, þá lætur
OBEX einnig í té líkan fyrir framsetningu
á hlutum og aðgerðum. Auk þess skil-
greinir OBEX samskiptareglan hlut fyrir
möppulistun sem notaður er til að rása um
innihald mappa á fjarlægum tækjum.
RFCOMM er í fyrsta áfanga eina flutn-
ingslagið sem notað er fyrir OBEX. Lík-
legt er að útfærslur í framtíðinni styðji líka
TCP/IP sem flutningslag.
Snið innihalds. vCard og vCalendar
eru opnar hönnunarlýsingar sem þróaðar
eru af Versit Consortium of núna stýrt af
Internet Mail Consortium. Þessar hönnun-
arlýsingar skilgreina snið á rafrænu nafn-
spjaldi og færslum í persónulegar dagbæk-
ur. vCard og vCalendar skilgreina ekki
neina flutningstækni heldur einungis það
snið sem gögnin eru flutt á. Með því að
taka upp vCard og vCalendar stuðlar SIG
að frekari framgöngu á samskiptum per-
sónuupplýsinga samkvæmt þessum vel
skilgreindu og mikið notuðu sniðum.
Hægt er að fá vCard og vCard hönnunar-
lýsingar hjá Internet Mail Consortium og
þær eru í frekari þróun hjá IETF.
Önnur innihaldsnið sem flutt eru af
OBEX í Bluetooth eru vMessage og
vNote. Þessi snið eru líka opnir staðlar og
eru notuð við samskipti á skilaboðum og
minnispunktum. Þau eru skilgreind í IrMC
hönnunarlýsingunni,
sem einnig skilgreinir
snið fyrir dagbókar-
skrámar sem þörf er á
þegar verið er að sam-
stilla gögn milli tækja.
WAP
Hægt er að útfæra hulin
reiknilíkön fyrir notkun
með WAP eiginleikum.
Bluetooth sem handhafi WAP er skilgreint
í hönnunarlýsingunni Samvirknikröfur
fyrir Bluetooth sem handhafa WAP.
WAP vettvangurinn (Wireless Appli-
cation Protocol Forum) er að semja hönn-
unarlýsingu samskiptareglu fyrir þráðlaus
samskipti sem virkar yfir ýmiskonar þráð-
lausa víðnetstækni. Markmiðið er að færa
innihald Alnetsins og talsímaþjónustur í
stafræna farsíma og annan þráðlausan
endabúnað. Á mynd 2 er samskiptareglu-
stafli WAP innviðanna sýndur.
Hugmyndin á bakvið valið á WAP er að
endurnýta efri hugbúnaðarviðföngin sem
þróuð eru fyrir viðfangaumhverfi WAP
(WAE: WAP Application Environment).
Þau innihalda WML og WTA rápara sem
geta myndað gagnkvæm tengsl við við-
föng á einmenningstölvum. Með því að
smíða viðfangagáttir sem miðla milli
WAP miðlara og einhvers annars viðfangs
á einmenningstölvu er mögulegt að útfæra
margskonar hulda reiknivirkni eins og
fjarstýringu, gagnaflutning frá einmenn-
ingstölvu til handtækis o.fl. WAP miðlarar
leyfa einnig bæði efnisgjöf og efnissókn
milli einmenningstölvu og handtækis og
glæða þannig hugtök eins og upplýsinga-
standur.
Bygging WAP opnar einnig möguleika
á sérbyggðum viðföngum fyrir handtæki
sem nota WML og WMLScript fjölvamál-
ið sem algild þróunartól.
Snið innihalds. Innihaldssniðin sem
studd eru fyrir WAP yfir Bluetooth eru
WML, WMLScript, WTA atburður,
WBMP og vCard/vCal. Þau eru öll hluti
af WAE. Frekari upplýsingar um WAE má
finna í Hönnunarlýsingu WAP vettvangs-
ins.
Notkunarlíkön Bluetooth og samskipta-
reglur
I þessum hluta er stutt lýsing á þeim notk-
unarlíkönum sem markaðshópur SIG setur
í forgang. Sérhverju notkunarlíkani fylgir
eigindalýsing. Eigindalýsing skilgreinir
samskiptareglumar og samskiptasérkenni
sem styðja tiltekið notkunarlíkan. Blue-
tooth SIG hefur tilgreint eigindalýsingu
fyrir þessi notkunarlíkön. Auk þessara lýs-
inga em fjórar almennar eigindalýsingar
sem þær nýta á margvíslegan hátt. Hér er
átt við lýsingu fyrir almennan aðgang
10
Tölvumál