Tölvumál - 01.07.2000, Page 21

Tölvumál - 01.07.2000, Page 21
Netfangaskrár Mynd 3. LDAP með eða án X.500 LDAP var ekki búin til hjá ISO/ITU heldur „á vegum" IETF (Inter- net Engineering Task Force) og tilheyrir því Internet stöðlunum Innbyggt í staðalinn eru að auki atriði eins og aðgangsstýring, lýsing á því hvemig á að geyma upplýsingar, stuðning- ur við alþjóðleg stafasett og möguleikar á speglun eða fjölföldun. Þetta hefur leitt til mjög víðtækrar notkunar og reyndar enn meiri en virðist fljótt á litið. Að nota staðla Eins og stundum vill verða með staðla þá eru þeir hlaðnir möguleikum, hægt að velja um mismunandi valkosti í útfærslu og gera jafnvel miklar kröfur til þess bún- aðar sem þarf til að nota staðlana. DAP er sú aðferð sem á að nota til að fletta upp í X.500 notendaskrám. Það þótti flókið að útbúa forrit sem geta talað DAP, sérstak- lega yfir Netið. Þegar þetta var þá voru einmenningstölvur ekki öflugar og nettengingar hægvirkar. Því var búin til einfölduð útgáfa af DAP eða létt-DAP (Lightweight DAP). LDAP var ekki búin til hjá ISO/ITU heldur „á vegum“ IETF (Intemet Engineering Task Force) og til- heyrir því Intemet stöðlunum. Nú er yfir- leitt litið á LDAP sem Intemet staðalinn yfir skráarþjónustu sem getur bæði veitt opinn aðgang að skránum á netinu auk þess að tengja saman ólíkar skrár staðsett- ar á mismunandi stöðum. í stuttu máli þá veitir LDAP „client“ að- gang að LDAP miðlara fyrir fyrirspumir á textaformi með TCP/IP samskiptaaðferð. Fyrsta nothæfa útgáfan af LDAP var út- gáfa 2 (RFC 1777) en áður varð til LDAPvl (RFC 1487). Hún náði þó aldrei að verða staðfest sem staðall vegna ýmissa galla. LDAPv3 eða útgáfa 3 (RFC 2251) tekur á því og er í dag útbreiddasta útgáf- an. LDAPv3 notar sveigjanlega stigskipt- ingu lrkt og X.500 og leyfir einnig dreifða stjómun eða umsjón. Reyndar em upplýs- ingamar kóðaðar á ASN. 1 form (Abstract Syntax Notation). Það er sú aðferð sem ITU notar í sínum stöðlum til að kóða upplýsingar sem sendar eru yfir gagna- sambönd. Öryggi er nokkuð tryggt með notkun hefbundinna öryggisaðferða á Netinu einsog SSL sem á að tryggja bæði að- gangsöryggi (aukið eða „sterkt" með SASL, Simple Authentication and Security Layer) og að innnihald sé óbreytt (með TLS, Transport Layer Security næsta útgáfa SSL). Aðgangur getur reynd- ar verið opinn eða á ýmsan hátt takmark- aður. Samþáttun við aðrar netþjónustu er til staðar og víðtækur stuðningur hjá fram- leiðendum. Þegar notandi einnar skrár sendir á hana fyrirspum þá kann að vera að viðkomandi skrá hafi ekki svarið en viti til þess að það sé að finna í annarri skrá. Skráin sem fyrst var spurð getur þá framsent fyrirspumina og skilað síðan svarinu til þess sem spurði. Reyndar er mismunur á milli DAP og LDAP hvað þetta varðar. DAP getur virk- að þannig að miðlari framsendir fyrir- Tolvumál 21

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.