Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.07.2000, Blaðsíða 29
Gögn verða að upplýsingum Flestir vita að hjá EJS starfa sérfræðingar í SQL Server en færri vita að hér starfa á milli 30 og 40 manns sem vinna við Oracle hugbúnaðarþróun. Fyrirtækið get- ur því státað sig af því að vera eitt stærsta Oracle hugbúnaðarhús á íslandi. Þegar fyrirtæki kjósa að fá rekstrarþjón- ustu er sett upp beinlínutenging við EJS og starfsmenn hér fylgjast þá með ástandi gagnagrunnsins reglulega og laga það sem þarf að laga. Stærri verk eru þó alltaf unn- in með samþykki yfirmanns. Þegar slík þjónusta er fengin má segja að búið sé að flytja hluta af hugbúnaðar- deild fyrirtækjanna yfir til EJS. Þessi þjónusta hentar vel minni fyrirtækjum því það að sjá um slíka gagnagrunna krefst mikilla sérþekkingar en er ekki fullt starf í minni fyrirtækjum. Það er bæði dýrt og erfitt að þjálfa starfsmenn til starfans þannig að með því að kaupa þessa þjón- ustu sparast bæði þjálfunarkostnaður og dýr starfsmaður. Til að rekstrarþjónustan gangi upp er úttekt á gagnaskipulagi nauð- synleg. Lokaorð Vinnubrögð á tölvumarkaðnum einkenn- ast oft af því að bjarga málum þegar í óefni er komið. Nú eru fyrirtæki hins veg- ar farin að sýna gagnahögun mikinn áhuga og skilning. Starfsfólkið sér þörfina - sér skynsemina í þessu og því er lfklegt að þjónusta við gögn muni fara ört vaxandi á næstu misserum. Fagleg vinnubrögð skipta miklu máli í þessum mikilvægu málum og býður EJS upp á fagleg vinnu- brögð samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæða- kerfi. Björn Þórjónsson er sérfræðingur á Þjónustu- og Hugbúnaðarsviði EJS Tölvumál 29

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.