Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 3
Bókasafnið
l.TBL. 1977 4. ÁRG.
l.TBL. 1978 5. ÁRG.
Útgefendur:
Bókafulltrúi ríkisins
Bókavarðafélag íslands
Félag bókasafnsfræðinga
Félag skólasafnvarða
Félag nema í bókasafnsfræðum
Ritstjóm:
Else Mia Einarsdóttir
Helga Kr. Möller
Hilmar Jónsson
Sigurður Helgason
Heimilisfang:
Pósthólf 7050 - 107 Reykjavík
Áskriftargjald kr. 500.00 greiðist í
gíró Alþýðubanka SPB 367702
Setning, umbrot, filmuvinna og
prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar
Apríl 1978
Gleðifregn er það öllum landsmönnum, að nú skuli loksins hafin
bygging þjóðarbókhlöðu, sem œtlað er að leysa húsnœðisvandrœði
þriggja stofnana: Háskólabókasafns, Landsbókasafns Islands og
Þjóðskjalasafns Islands. Það er von allra góðra íslendinga að orð
menntamálaráðherra er hann tók fyrstu skóflustunguna að
bókldöðubyggingunni: „Hálfnað er verk þá hafið er“ verði orð að sönnu
og að verkinu verði slyndrulaust haldið áfram, uns byggingin rís albuin.
Reglugerð um almenningsbókasöfn mun nú alveg á nœstunni líta
dagsins Ijós, og er vonandi að vel hafi tekist til. Rammalög eins og nýju
lögin um almenningsbókasöfn eru harla lítils virði nema reglugerðin með
þeim séþvi betur úr garði gerð. A ð lokinni samningu reglugerðarþessarar
verður vœntanlega embœtti fulltrúa þess í menntamálaráðuneyti, sem
annast skal málefni almenningsbókasafna skv. lögum um
almenningsbókasöfn frá 1976, auglýst laust til umsóknar. Er þetta
vissulega gleðiefni og ber að fagna því, en jafnframt harma hve langan
tima samning og staðfesting reglugerðarinnar hefur tekið.
Þegar skipað hefur verið í embœtti bókafulltrúa hefur hann í mörg
horn að líta, en vonandi verður eitt fyrsta verk hans að sjá til þess, að sá
vísir að þjónustu við almenningsbókasöfnin, sem hófst 1973 og fólst í
skráningu og dreifingu tilbúinna spjaldskrárspjalda og rekin var að
nokkru á vegum embœttis bókafulltrúa, verði endurlifguð. Þessi þjónusta
hefur legið niðri nú um skeið til liins mesta bagafyrirbókasöfnin. Samtök
bókavarða hafa á ýmsan hátt reynt að ýta við þessum málum, m.a. með
viðrœðum bæði við Rikisútgáfu námsbóka, sem hefur staðið að dreifingu
spjaldanna og fulltrúa Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Samband
íslenzkra sveitarfélaga hefur tekið málaleitan bókavarða mjög vel, og
tekst vonandi góð samvinna um þetta þarfa mál.
Vorið 1977 var stofnaður starfshópur um þjónustumiðstöð fyrir
bókasöfn, þar sem eiga sœti fulltrúar bókavarða og Sambands íslenzkra
sveitarfélaga. Menntamálaráðuneyti afþakkaði boð um að eiga þar aðild
að. Liggur beinast við að þessi mál komi til kasta starfshópsins þar eð
gerð og dreifing spjalda fyrir bókaútgáfu 1944—1972 er meðal brýnna
verkefna sem hann hyggst beita sér fyrir. Vitaskuld biða ótalmörg önnur
bryn málefni bókafulltrúa, enda þótt spjaldskrárdreifing og -gerð hafi
verið sett á oddinn í þessu spjalli.
Það mun vera meir en 10 ár síðan fyrst var farið að tala um
sameiginlegt geymslusafn fyrir rannsóknarbókasöfnin. Upphaflega
hugmyndin var sú að fengið yrði rúmgott húsnœði, ekki of dýrt, en þó
örugglega vatns- og vindhelt og þar vœri síðan safnað saman öllum
gömlum tímaritum þeirra stofnana, sem þátt tóku í fyrirtœkinu og
yfirleitt öllum gömlum tímaritum sem til nœðist. Þeim yrði raðað upp í
eina röð en afgöngum hent. Síðan vœri komið upp einföldu
pöntunarkerfi, þar sem beðið vœri um ákveðnar tímaritsgreinar og þær
afgreiddar með Ijósritun sem framkvœmd vœri á staðnum. Nú hafa árin
liðið án þess að nokkuð vœri gert í þessu máli og timaritin halda áfram að
staflast upp i kjöllurum og á loftum.
En tœkninni hefur lika fleygt fram þennan tíma og nú fer sífellt i vöxt
að varðveita gamalt lesmál á örfilmum eða mikrospjöldum. A uðvelt er að
fá gamla árganga í slíku formi, og nú mun svo komið að áskrifendur
tímarita gefst kostur á að kaupa hvern árgang á örfilmu strax við
árgangaskipti.
Til þess að notfœra sér textann á örfilmum þarf lestrarvél og
Ijósritunarvél. Slík tœki eru til hérá landi, en þau munu sennilega enn of
dýrfyrir lítil söfn.
Að ölluþessu athuguðu er ekki hœgt að neitaþví að gamla hugmyndin
um stóru tímaritageymsluna hefur raskast nokkuð og nauðsynlegt er að
skipuleggja þessi mál með ný viðhorf í huga.
3