Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 35
Listabókavörður En hver er hin sérhæfða staða listabóka- varðarins? „ . . . Það er hægt að skilgreina hvað bókavörðurinn þarf að vita eftir teg- und safnsins“ (Marco og Freitag). Eða kan- nski öllu frekar þarf hann að hafa hæfileika til að geta aðlagað sig eftir kröfum safnsins. P. Pacey telur að listabókavörðurinn þurfi fyrst og fremst að vita hvað er til í safninu sem hann starfar við, í öðru lagi að geta metið réttilega hvað vantar í safnið og hvað- an hægt sé að fá það, og að lokum þurfi hann að hafa frjótt hugmyndaflug til að kynna safnefnið á skemmtilegan hátt og í samræmi við þarfir safnnotenda. Fyrsta atriðið bendir réttilega á mikilvægi þess að listabókavörðurinn hafi góða þekk- ingu á efni safnsins. Hann þarf að vera vel að sér í sögulegri þróun hinna ýmsu list- stefna, auk þess að vera vel að sér í sögu- og tæknilegri þróun hinna mismunandi að- ferða í hinum ýmsu greinum listsköpunar. Auk þess er verkleg reynsla (studio) talin vera mjög heppileg, þannig kynnist bóka- vörðurinn aðferðunum enn betur. Hann þarf að geta leyst úr sögulegum, jafnt sem tæknilegum „hvemig á að gera það“ spurn- ingum. Pacey bendir einnig á það hversu mikilvægt sé fyrir listabókavörð að hafa gott sjónskyn, hann þurfi að hafa það í sér að geta greint og gagnrýnt alls konar myndefni. í greinum Larsen og Marco og Freitag er skrifað um nauðsyn þess að vera vel að sér í hinum ýmsu aukagreinum listasögunnar, s.s. almennri-, þjóðfélags- og menningar- sögu og hafa þekkingu á 2—3 tungumálum, þá helst minnst á frönsku, þýsku og ítölsku fyrir utan ensku. Annað atriðið bendir á hversu nauðsyn- leg undirstöðumenntun í bókasafnsfræði er. Bókavörðurinn þarf að geta metið af kunn- áttu hvað vantar í safnið, eftir kröfum safnsins. Hann þarf þess vegna að vera vel að sér í öllum greinum sem kenndar eru í bókasafnsfræði og Marco og Freitag benda á að tilvonandi listabókavörður skuli leggja áherslu á eftirfarandi með tilliti til lista: L Sögu og núverandi stöðu prentunar og útgáfu bæði myndefnis og listabóka. 2. Upplýsingaþjónustu, almenna og sér- hæfða á sviði lista. 3. Þekkingu á skráningu og flokkun með sérstaka áherslu á nýsigögn (non-book 35

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.