Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 12
ritakaupa og einnig til bygginga, að minnsta kosti miðað við verðbólgu. Þetta gerir kröfu til þess að menn geri sér á hnitmiðaðan hátt grein fyrir ætlunarverki safnanna í bráð og lengd og í því sambandi skiptir stefna stjórnvalda í menntunarmálum miklu máli. Stefna ber að því að halda kostnaði við byggingar og ritakaup niðri án þess að draga úr notagildi safnanna. í því sambandi hefur komið fram hugtakið „the self-renewing library of limited growth“, þ.e. safn þar sem safnkosturinn er sífelldlega í endurnýjun, þannig að menn losa sig við ákveðinn hluta þess sem fyrir er á móti því sem inn kemur. Það efni fer þá annað hvort til sérstakra geymslusafna eða til BLLD (British Library Lending Division). Loveday lagði áherslu á þörf fyrir vand- aða áætlanagerð við rekstur bókasafna og að æskilegt væri að leita samstarfs við sér- fræðinga á hverju sviði við það verk. Hann ræddi nokkuð um ritakaup og val rita og taldi mikla nauðsyn á að bókaverðir og notendur ritanna hefðu samvinnu um þetta. Þá ræddi hann um nýtingu húsnæðis en víða stendur húsnæðisskortur söfnum mjög fyrir þrifum. Ein lausn á þeim vanda er hin áðumefndu geymslusöfn, önnur er að hafa einungis takmarkaðan hluta safnkostsins á sjálfbeina eða það sem mest er notað, en annað í lokuðum geymslum, þriðja lausnin er að nota örefni í sem mestum mæli til þess að spara húsrými. Samvinna safna hlýtur að fara stöðugt vaxandi og eru millisafnalán þýðingarmikill hluti hennar. Stöðugt meiri hluti lánsbeiðna er uppfylltur með millisafnalánum og nefndi Loveday dæmi um söfn þar sem fjöldi millisafnalána væri orðinn meiri en fjöldi keyptra rita á ári. Mjög er treyst á BLLD í þessu tilliti, bæði innan og utan Bretlands. Loveday taldi að þessi þróun ætti ekki að ganga of langt, millisafnalán kost- uðu sitt og það yrði að meta þann kostnað, t.d. á móti spamaði á húsrými. Æskilegt væri að söfn væru sjálfum sér næg að vissu marki. Þriðjudaginn 9. ágúst flutti Dorothy And- erson, forstöðumaður IFLA Intemational Office for Universal Bibliographic Control í London, meginfyrirlestur dagsins. Fjallaði hann um ISBD-staðalinn (International Standard for Bibliographic Description), hinn alþjóðlega staðal fyrir bókfræðilega lýsingu sem saminn var og gefinn út á veg- um IFLA og kom fyrst út til notkunar árið 1974, þ.e. sá hluti hans sem ætlaður er til notkunar við skráningu einefnisrita. Staðall þessi er nú notaður í æ fleiri þjóðbókaskrám og hefur hann verið notaður í íslenzkri bókaskrá frá upphafi, sem kunnugt er. Dorothy Anderson rakti sögu staðalsins og gerði grein fyrir umfangsmiklu starfi sem fer fram á vegum IFLA við endurskoðun hans og útvíkkun. Gert er ráð fyrir að hann nái að lokum til allra tegunda skráðs efnis, einefnisrita, ritraða, tón- og talupptakna, korta, örefnis o.fl. Verk þetta er unnið á vegum UNESCO og er liður í umfangs- miklu starfi sem miðar að því að létta allt bókfræðilegt samstarf þjóða í milli. Dorothy Anderson ræddi einnig um þá endurskoðun sem nú fer fram á ensk-ame- risku skráningarreglunum frá 1967 og er langt komin. Má vænta útkomu hinnar endurskoðuðu útgáfu á þessu ári. Við þetta starf hefur verið tekið mið af ISBD-staðlin- um og unnið að því að fella þær að honum. Að loknum fyrirlestri Dorothy Anderson gerði Caro Haslund, bókavörður við Há- skólabókasafnið í Osló, grein fyrir reynslu Norðmanna af ISBD-staðlinum en þeir tóku hann að hluta í notkun við gerð þjóð- bókaskrár sinnar (Norsk bokfortegnelse) um áramótin 1976—77. Lýsti hún ýmsum vandamálum er hún taldi hafa komið upp við notkun staðalsins á tæplega 8 mánaða timabili. Miðvikudaginn 10. ágúst hélt Eric Coates, ritstjóri British Technology Index í London, 12

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.