Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 15
hafði verið og gera tillögur um framhald
þess. Ennfremur hafa verið settar á stofn
undirnefndir sem fjallað hafa um einstaka
þætti samvinnunnar. Það er mat aðal-
nefndarinnar að halda beri áfram samvinnu
við Scandia-áætlunina en haga henni nokk-
uð öðruvísi en áður. Gerð skuli könnun á
því á hvaða efnissviðum sé tilfinnanlegastur
skortur á ritum í rannsóknarbókasöfnum á
Norðurlöndum og reynt með sameiginlegu
átaki að bæta úr þessu. Þá skuli reynt að
koma á sem einföldustu kerfi millisafnalána
innan Norðurlanda og gerð athugun á sam-
eiginlegum aðferðum við lán frá söfnum
utan þeirra.
Anne Grete Holm-Olsen taldi að heppi-
legast væri að Norðurlönd væru sem heild
sjálfum sér næg um vísindarit, að vissu
marki. Hún sagði að mikið hefði verið treyst
á BLLD varðandi millisafnalán upp á síð-
kastið. Óvíst væri þó hversu lengi BLLD
gæti sinnt Norðurlöndum enda ættu Norð-
urlandabúar enga aðild að stjórn þess safns
og réðu engu um stefnu þess.
Millisafnalán á Norðurlöndum voru á
dagskrá eftir hádegið þennan dag og skýrði
Marita Rajalin, bókavörður við Ábo aka-
demis bibliotek frá þeim. Gerði hún fyrst
grein fyrir millisafnalánum almennt. Milli-
safnalán hafa stóraukist á síðustu 10—15 ár-
um. Helstu ástæður fyrir því eru taldar vera
nýir háskólar, fleiri stúdentar við eldri há-
skóla, meiri útgáfa bóka og tímarita, breytt
menntakerfi og aukin símenntun og eftir-
menntun. Síðan greindi Marita Rajalin
helstu forsendur fyrir samstarfi Norður-
landaþjóðanna á þessu sviði, landfræðileg-
ar, mállegar, menningarlegar og allmikil
samvinna í bókasafna- og upplýsingamál-
um yfirleitt. Þá sagði hún frá framkvæmd
millisafnalána í hverju Norðurlandanna
fyrir sig (utan íslands) og eftir það samvinnu
þeirra nú og framtíðarhorfum á henni. Slík
samvinna hefur lengi verið nokkur. Þar má
nefna Scandia-áætlunina, þrjár samnor-
Bókasafn norska bókavarðaskólans.
rænar ráðstefnur hafa verið haldnar um
millisafnalán, samskrár hafa verið gefnar út,
tillögur um samnorrænar reglur um milli-
safnalán hafa verið lagðar fram og hug-
myndir hafa skotið upp kollinum um sam-
norrænt lánasafn. Það kom fram að meira
en 50% af þeim ritum sem norræn bókasöfn
fá að láni eru fengin innan Norðurlandanna
og er þá í flestum tilvikum um að ræða rit
sem gefin eru út utan þeirra. Næstmest
kemur frá Englandi og Vestur-Þýskaland er
í þriðja sæti. Flest lán innan Norðurland-
anna koma frá Svíþjóð. Marita Rajalin taldi
að Norðurlandaþjóðir stæðu framarlega á
sviði miilisafnalána, starfsemin væri fljót-
virk og yfirleitt ókeypis en hún gerði miklar
kröfur til bókavarða sem önnuðust hana.
Þriðjudaginn 16. ágúst hélt Bent Jorgen-
sen, yfirbókavörður Háskólabókasafnsins í
Álaborg fyrri fyrirlestur dagsins og ræddi
hann um uppbyggingu safns síns og aðferðir
við bókaval í því. Háskólinn í Álaborg er
aðeins nokkurra ára gamall og varð í upp-
hafi til við samruna nokkurra menntastofn-
ana á háskólastigi í Álaborg. Háskólabóka-
safnið tók formlega til starfa veturinn
1973—74 en undirbúningsvinna hafði staðið
yfir frá 1970. Jorgensen gerði ítarlega grein
fyrir uppbyggingarstarfinu en síðan ræddi
hann um aðföng og ritaval. Um það sjá
nefndir á hverju kennslusviði háskólans,
skipaðar kennurum og nemendum ásamt
15