Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 22
sömu tækifæri til lestrar og lærdóms og mönnum í landi. Fyrst lánuðu þeir aðeins til skipa en 1922 hófu þeir að lána einnig ein- stökum sjómönnum bækur til að taka með sér út á sjó. Fyrstu 25 árin lánaði Ses minna en 2 milljónir bóka en næstu 25 ár lánaði það yfir 6 millj. bækur. Núna eru bækurnar sendar í kössum sem innihalda 50 bækur hver. Fjöldi kassa um borð í skipi er ákveð- inn af skipafélaginu og fer eins og í Banda- ríkjunum eftir stærð áhafnarinnar. Þegar um borð í skipið kemur er yfirleitt ákveðinn maður sem sér um bókakassana. Hægt er að skiptast á kössum á milli skipa og fer það venjulega í-.gegnum umboðsmann skipsins. Reynt er síðan að skipta um kassa frá aðal- stöðvunum í London 3 á ári. Um fjölda út- lána hefur A.C. Hampshire þetta að segja: „Árið 1971 lánaði Seafarers’ education ser- vide 324.663 innbundnar bækur og 12.538 pappírskiljur til 1.586 skipa, 9 stöðva í landi og eins olíuborpalls.“2) Til að gera sér grein fyrir því hve mikið skemmist þá þarf félagið að endurbinda 12.000 bækur á ári og um 11.000 bækur týnast eða er stolið. Fjár- magnið til rekstursins kemur að langmestu leyti frá skipafélögum og sjómönnum eða um 90%. Ses lánar einnig kvikmyndir og fræðsludeild sem stofnuð var 1938, College of the sea, lánar kassettur til náms. „Yfir 3.000 kvikmyndir með u.þ.b. 1.500 mis- munandi titlum eru lánaðar til meira en 300 skipa.“3> Svíþjóð Fyrir 1930 var bókasafnsþjónusta við skipverja í Svíþjóð í höndum einkaaðila og góðgerðarstofnana. En árið 1930 varstofnað Svenska Sjömans-biblioteket. Frá 1935— 1951 var þvi stjórnað frá Borgarbókasafni Gautaborgar. Frá 1951—1969 hafði það eigin skrifstofur í Gautaborg og útibú um landið. Á þessum 18 árum var SSb stjórnað af nefnd sem í áttu sæti m.a. fulltrúar frá skipaeigendum og sjómannasamtökum. 22 Síðan var SSb endurskipulagt 1969, þannig að ríkið borgar allan kostnað og safnið kaupir þjónustu af Borgarbókasafni Gauta- borgar. Þar sem sænski kaupskipaflotinn kemur sjaldan til Svíþjóðar þarf að haga bókalánum á annan hátt en gert er í t.d. Bandaríkjunum. Fyrir utan útibú í Svíþjóð eru um 30 útibú vísðvegar um heim, oftast í sænskum sjómannakirkjum. Bókaútlán til sænskra skipa var 1973 um 155.000 bindi og þar af voru um 66% þeirra lánuð út utan Svíþjóðar. Nýjar bækur eru sendar til þess- ara staða þar sem skipin geta nálgast þær. Eru bækurnar í kössum 40-50 í hverjum. ísland Lán á bókum til skipa hófst hjá Alþýðu- bókasafninu í Reykjavík árið 1924, eftir að Héðinn Valdimarsson hafði sett fram tillögu um það. Til að byrja með var enginn fastur starfsmaður í þessu heldur sá sem hafði tíma til að sinna safninu. Mjög slæm meðferð var á bókunum, aðallega sökum þess að ís- lenskir sjómenn þvoðu sér um hendurnar upp úr lýsi. Árið 1931 höfðu verið útbúin 17 bókasöfn fyrir skip. í þeim voru flestar nýjar íslenskar bækur og einnig eldri bækur. Ekki var þó mikið af ljóðabókum eða leikritum. Eitthvað var af þýddum skáldsögum, en mjög lítið af bókum á erlendum tungumál- um. Það sem var á erlendum málum var á dönsku. Ólafur Friðriksson gefur þá skýr- ingu að langt muni vera þangað til að ís- lendingar fari að lesa ensku. Bækurnar voru settar í kassa eins og gert er nú á dögum. Borgarbókasafn Reykjavikur veitir 84 skipum þessa þjónustu. í hverjum kassa eru 40 bækur og geta skipin fengið frá 1 upp í 3 kassa í hvert sinn. Bækumar eru valdar af starfsfólki Bbs. Til að geta fengið bókakassa lánaðan um borð í skip þarf að fylla út ábyrgðareyðublað þar sem skrifað er nafn útgerðarfélagsins, nafn og númer skipsins. Þá er einnig sett á þennan seðil nafn um- sjónarmanns um borð. Síðan þarf starfs-

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.