Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 37
Fréttir í stuttu máli Mót norrænna rannsóknarbókavarða í Reykjavík 17.—24. júní 1978. Samband norrænna rannsóknarbóka- varða (Nordisk videnskabeligt bibliotekar- forbund) þingar í Reykjavík dagana 17,—24. júní n.k. Samtökin voru stofnuð sumarið 1947 í Kaupmannahöfn á fyrsta norræna bóka- varðamótinu eftir stríð. Samtökin áttu því 30 ára afmæli í fyrra. Þau halda þing sem þetta á fjögurra ára fresti. Mótið fer fram í húsakynnum Háskóla íslands og hefur það hlotið heitið „Fra norrone skrifter til nord- iske forskningsbiblioteker“. Ráðstefnan fer fram í formi framsöguer- inda og umræðna. Flutt verða erindi um menntun bókavarða og þá sér í lagi um menntun bókavarða í rannsóknarbókasöfn- um, ennfremur um hugsanlega samræm- ingu bókavarðarmenntunar á Norðurlönd- um, tölvunotkun í bókasöfnum og síðast en ekki síst um skipulagsmál og samvinnu rannsóknarbókasafna á Norðurlöndum. Framsögumenn á mótinu verða m.a. Chr. Hermann Jensen kennslustjóri, Ben Rugaas rektor, Ame Stráng sýslubókavörður og Morten Laursen Vig yfirbókavörður. Þess ber og að geta, að dr. Gylfi Þ. Gíslason, formaður Menningarmálanefndar Norður- landaráðs, mun flytja erindi um íslenskt þjóðlíf og íslenska menningu við upphaf þingsins. Aðalfundur Sambands norrænna rannsóknarbókavarða fer fram í lok mótsins. Erlendir gestir á mótinu verða sennilega 140-150, og er þetta fyrsta mót sinnar teg- undar hér á landi. Deild bókavarða í rann- sóknarbókasöfnum sér um mótið, og er Einar Sigurðsson háskólabókavörður for- maður undirbúningsnefndar, en formaður norræna sambandsins er dr. Wilhelm Odel- berg, yfirbókavörður frá Stokkhólmi. 37

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.