Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 30
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR: Nokkur atriði um störf og markmið Félags skólasafnvarða Meðal nágrannaþjóða okkar hafa bóka- söfn í skólum tíðkast um langan aldur og þá sem lesstofur og útlánasöfn. Hér á landi hafa slík söfn einnig verið þekkt lengi, en þó aðallega bekkjarbókasöfn og lesflokkar. Hlutverk þessara safna var að styðja lestr- arkennsluna og veita nemendum bækur til tómstundalestrar. Á sjöunda áratugnum voru málefni þess- ara safna mjög í brennidepli meðal skóla- manna og með breyttum kennsluháttum tóku þessi söfn nýja stefnu, fengu annað og meira hlutverk og urðu aðalhjálpartæki skólans í náminu. Hin nýju söfn einskorða sig ekki eingöngu við bækur, heldur hafa öll hugsanleg kennslugögn, s.s. glærur, hljóm- plötur, skyggnur og kvikmyndir. Markmið þeirra er fyrst og fremst að veita nemendum leiðbeiningar í notkun safna og heimilda, stuðla að kennslugagnagerð nem- enda og kennara, örva áhuga nemenda á bókmenntum og lestri góðra bóka og miðla hugmyndum og verkefnum til kennara. Af ofangreindu sést, að megináhersla er lögð á hinn kennslufræðilega þátt safnanna, sem krefst þess að skólasafnvörðurinn hafi uppeldis- og kennslufræðilega menntun. Til skamms tíma hafa hin nýju bókasöfn verið óþekkt hér á landi. En í grunnskóla- lögunum frá árinu 1974 er í fyrsta sinn kveðið á um, að við hvern skóla í landinu skuli vera skólasafn. Þess má geta, að nokkrum árum áður en þessi lög voru sett, þ.e. árið 1970, kom Borgarbókasafn 30 Reykjavíkur á fót skólasafni í Laugarnes- skóla að tilhlutan Eiríks Hreins Finnboga- sonar þáverandi Borgarbókavarðar og árið 1972 byrjaði Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur að reka skólasafnamiðstöð. Og nú er svo komið, að skólasöfn eru í flestum grunnskólum Reykjavíkur. En mið- stöðin sér um alla tæknihlið safnanna, þ.e. skráningu, flokkun og frágang bókanna, þannig að í höfuðborginni er staða þessara safna mjög góð. Hins vegar gegnir öðru máli um skólasöfnin úti um land, þau hafa ekki neina þjónustumiðstöð — og verður hver og einn skólasafnvörður að sjá um sitt safn, flokka og skrá sínar bækur sjálfur. Er þetta ófremdarástand og er orsökin sennilega það sinnuleysi, sem ríkir í þessum málum hjá stjórnendum menntamála í landinu. En reglugerð um skólasöfn hefur enn ekki séð dagsins ljós, þrátt fyrir að Alþingi hafi fyrir fjórum árum samþykkt lög, þar sem segir að við hvern grunnskóla skuli vera safn bóka og námsgagna. Árið 1975 stofnuðu kennarar sem störf- uðu í skólasöfnunum í Reykjavík og ná- grenni með sér samtök — Félag skólasafn- varða. Hlutverk félagsins er: 1) að vinna að vexti og viðgangi skóla- safna, svo þau geti gegnt því hlutverki sínu samkvæmt lögum um grunnskóla, að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfinu. 2) að vinna að aukinni starfsmenntun skólasafnvarða. 3) að gæta hagsmuna skólasafnvarða. Upphaflega voru félagar aðeins 13 en eru nú orðnir 36. í stjórn félagsins sitja: Björg Hansen, Gerður Kristjánsdóttir, Guðríður Þórhallsdóttir, Jónína Friðfinnsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Eitt af hlutverkum félagsins er að stuðla að aukinni starfsmenntun skólasafnvarða og í 3. gr. laganna segir að félagið hyggist ná tilgangi sínum með því „að beita sér fyrir í samvinnu við fræðsluyfirvöld og Kennara-

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.