Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 16
starfsmönnum aðfangadeildar safnsins. Hver nefnd fær til ráðstöfunar ákveðinn hluta þess fjár sem er til ritakaupa hverju sinni og ritavalið fer eftir reglum sem bóka- safnsstjórnin hefur sett. Auk þess starfar samræmingarnefnd sem tengiliður við bókasafnsstjórnina. Þennan hátt taldi Jorgensen hafa gefist vel og einkum lagði hann áherslu á þátt notendanna í ritavalinu. Eftir hádegi þennan dag ræddu Asírid Sandvik Moe, starfsmaður Norsk doku- mentdata, og Hans Martin Fagerli, bóka- vörður við Háskólabókasafnið í Osló um NOSP-áætlunina (Nordisk samkatalog for periodika). Sú áætlun á upphaf sitt 1958 en þá var stofnuð nefnd á vegum NVBF sem skyldi kanna möguleika á að gera og gefa út samskrá um tímarit í bókasöfnum á Norð- urlöndum (utan íslands) sem væru gefin út utan Norðurlanda. Þessi nefnd skilaði til- lögum árið eftir og voru þær í athugun á næstu árum. Samtímis varð ör þróun í notkun tölva við varðveislu og hvers konar meðferð upplýsinga sem leiddi til þess að tekið var að líta öðrum augum á þetta verk- efni. Árið 1969 var stofnuð ný nefnd sem ætlað var að leggja fram tillögur um sam- norrænan gagnagrunn er hefði að geyma upplýsingar um tímaritaeign norrænna bókasafna og einnig skyldi gert form fyrir skrásetningu tímarita fyrir þennan gagna- grunn. Þessi nefnd lauk störfum 1975 og lagði hún m.a. til að aðilar að framkvæmd verksins skyldu vera á þremur stigum, 1) einstök bókasöfn, 2) samskrármiðstöðvar, ein í hverju landi. í þeim yrði tekið við gögnum frá bókasöfnunum, þau yrðu end- urskoðuð og þeim komið í NOSP-form en síðan komið áleiðis til NOSP-gagnagrunns- ins, 3) NOSP-miðstöðin. Mikill áhugi er fyrir því að NOSP-áætl- unin komist í framkvæmd en mestum erfiðleikum veldur að núverandi samskrár á Norðurlöndum eru mjög misjafnar að gerð og vandkvæði á samræmingu þeirra. Næsti dagur hófst með því að Tor Hen- riksen, lektor við Statens bibliotekskole flutti fyrirlestur er hann nefndi: Flokkun á Norðurlöndum; ringulreið eða samvinna. Hann gerði grein fyrir flokkunarkerfum þeim er aðallega eru notuð í norrænum bókasöfnum en þau eru mörg. Henriksen hvatti til samvinnu á sviði flokkunar og benti á að möguleikar gætu verið á að hafa áhrif á hin alþjóðlegu kerfi ef Norður- landaþjóðir gætu sameinast um eitt flokkunarkerfi. Eftir hádegi fóru þátttakendur í Háskóla- bókasafnið í Osló og kynntu sér aðfanga- kerfi safnsins. Fimmtudaginn 18. ágúst flutti Maurice Line, forstöðumaður BLLD (British Library Lending Division) fyrri fyrirlestur dagsins um BLLD og Norðurlönd. Line rakti sögu safnsins og lýsti uppbyggingu og daglegri starfsemi þess. Það kom fram hjá honum að ritakostur safnsins væri um það bil 2.750.000 bindi og tæplega 2.000.000 verk í örformi. Lánsbeiðnir voru á síðasta reikn- ingsári safnsins (1976-77) alls. 2.540.000 (þar af 377.400 frá útlöndum) og af þeim hefði tekist að verða við 93.9% beiðna. Line taldi að ástæðulaust væri fyrir Norður- landaþjóðirnar að koma sér upp sameigin- legu lánasafni með miklum tilkostnaði meðan BLLD gæti veitt svo góða þjónustu sem raun bæri vitni. Síðari fyrirlestur þessa dags flutti Odd Heide Hald, lektor við Statens bibliotek- skole og fjallaði hann um þjóðbókaskrár á Norðurlöndum. Gerði hann grein fyrir gerð hverrar þeirra, tegundum efnis, útgáfuformi o.fl. Einnig gerði hann grein fyrir lögum um skylduskil til safna á Norðurlöndum og vandamálum í sambandi við þau. Hann taldi að víða væri þörf á að koma í lög ákvæðum um skil á nýjum tegundum efnis, svo sem ýmis konar nýsigögnum. Föstudaginn 19. ágúst komu á námskeið- Framhald á bls. 39 16

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.