Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 32
ARNDÍS S. ÁRNADÓTTIR, NEMANDI í BÓKAS AFN SFRÆÐI: Bókaverðir í listasöfnum Listabókasöfn Með enska orðinu art library er ekki ein- göngu átt við bókasafn í listasafni, heldur frekar á öllum þeim stöðum þar sem tölu- vert magn listabóka og annars myndefnis hefur safnast saman, sem sagt í nógu miklu magni til að mynda lítið eða stórt safn, eða deild í safni. Allt frá því að vera stórt ríkisrekið þjóðarlistabókasafn getur listabókasafn t.d. verið sérdeild í almenningsbókasafni, bókasafn í listaskóla, sérdeild við háskóla- bókasafn (þar sem t.d. öflug deild í listum starfar), eða safn við listadeild sjónvarps. Einnig gæti listabókasafn verið starfrækt af einkaaðilum, svo sem við ýmis einkasöfn, arkitektafélög, auglýsingastofur, hjá lista- verkasölum og uppboðshöldurum. Lista- bókasafn gæti fallið undir hvort sem er hugtakið almenningsbókasafn, rannsóknar- bókasafn eða sérfræðibókasafn. Hér á landi er ekkert eiginlegt listabóka- safn til, en gæti hugsanlega verið bókasafn við Listasafn ísalnds (þjóðarlistabókasafn), söfn við listaskólana (vísir að slíku er við MHÍ), deildir við hin ýmsu söfn s.s. Kjar- valsstaði, Listasafn ASÍ, hjá byggingar- þjónustu arkitekta, hjá auglýsingastofum (e.t.v. eitt safn fyrir þær allar með auglýs- ingar og hönnun sem sérsvið), og hjá stærri listaverkasölum (t.d. Klausturhólum). Samkvæmt grein T. Fawcett, þá hafa mörg almenningsbókasöfn í Englandi sett upp listabókasafnsdeildir, og þá jafnvel í tengslum við mynd- og handmenntanám- skeið og við skóla, auk listlánadeilda. Ef til vill væri þetta möguleiki hér á landi á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur og sveit- arfélaganna. Til að kynna örlítið starfsemi listabóka- safna úti í heimi fer hér á eftir stutt lýsing á einu stærsta þjóðarlistabókasafni heims, The National Art Library, sem er hluti af hinu fræga Victoria & Albert safni í London. Samkvæmt grein V. Kaden, þá er hlut- verk þessa safns fjórþætt: 1. Handbókasafn fyrir almenning (refer- ence library). 2. Rannsóknarbókasafn fyrir starfslið hinna ýmsu deilda V&A og annarra safna. 3. Handrita- og bókasafn, þar sem bæk- umar eru safngripir í sjálfu sér. 4. Að halda bókasýningar úr bókakosti safnsins, annað hvort um e-ð ákveðið efni, eða þá til að sýna hina ýmsu þætti bókagerðarlistarinnar sjálfrar. í safni þessu eru um 500 þús. bindi, sem er einkum eftirtektarvert þegar tekið er tillit til þess að safnið er ekki skylduskilasafn. Aðalmarkmið safnsins er að vera eins yfirgripsmikið og unnt er á öllum sviðum listasögu og listgreiningar. Safn þetta er sérstaklega umfangsmikið á sviðum listiðn- aðar og hönnunar, auk þess að vera vel búið á öllum þeim sviðum sem tengjast listasögu, svo sem þjóðfélags-, menningar- og al- mennri sögu, trúarbragðasögu, goðafræði, táknfræði, merkjafræði, náttúrufræði, fom- leifafræði og umhverfishönnun. Safnið byrjaði á að gefa út samskrá um listabækur um 1870, „the Universal catalogue of books on art“. Annað merkt breskt listabókasafn er the Tate Gallery Library. Samkvæmt grein A.C. Symons og B. Houghton, þá er þetta safn 32

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.