Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 7
haldin voru. Fara þau hér á eftir, en innan sviga er sett nafn framsögumanns. 1. Veigamestu tillögur og niðurstöður nefndar Rannsóknaráðs um skipulag upp- lýsingamála (Reynir Hugason). 2. Upplýsingaþjónusta í tækni og raun- greinum. Þarfir, gildi og form slíkrar þjón- ustu (Dan Fink). 3. Kynning á starfsemi Dansk teknisk oplysningstjeneste (K. Ingemann Pedersen). 4. Stefnumörkun í upplýsingamálum (Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri). 5. Ástand upplýsingamála á íslandi og notendafræðsla (Jón Erlendsson). 6. Eftirmenntun tæknimanna á Norður- löndum (K. Ingemann Pedersen). 7. Upplýsingaöflun og bókasöfn (Kristín Þorsteinsdóttir bókavörður). 8. Tölvuvædd upplýsingaþjónusta (Sauli Laitinen). 9. Þurfum við tæknilega upplýsingaþjón- ustu á íslandi. Einn vísindamaður og einn atvinnurekandi lýsa skoðunum sínum á þörf íslendinga fyrir að koma sér upp tæknilegri upplýsingaþjónustu (Davíð Sch. Thor- steinsson og Jón Óttar Ragnarsson). Á eftir framsöguerindum voru myndaðir 8 umræðuhópar sem fjölluðu um ýmsa þætti upplýsingamála og skilaði hver hópur sér- stöku áliti. Að lokum voru frjálsar umræður. Niðurstöður Helstu niðurstöður umræðuhópa skulu nú raktar. Eru þær teknar orðrétt eftir fréttatilkynningu frá Rannsóknaráði. 1. Marka þarf almenna stefnu í upplýsingamálum. Meginmarkmiðið ætti að vera að byggja upp skipulega upplýsingastarfsemi í landinu, sem tryggi það að þjóðin geti á aðgengilegan hátt fylgst með þróun innanlands og á alþjóðavettvangi á helstu sviðum sem snerta hagsmuni hennar. 2. Ljóst er að íslendingar verða að mestu þiggjendur á sviði grunnrannsókna og jafnframt á flestum svið- um hagnýtra rannsókna. Innlendar rannsóknir hljóta öðru fremur að beinast að rannsóknum á ýmsum þáttum sem sérstakir eru fyrir íslenska staðhætti og að notkun erlendra uppgötvana eða tækni og aðlögun þeirra að íslenskum vandamál- um. Skipulögð upplýsingaþjónusta ætti að auðvelda okkur að fylgjast sem best með því sem gert er erlendis og jafnframt vinna að því að niðurstöður innlendra rannsókna komist til aðila í atvinnulífi og verði þeim að gagni. 3. Mikil þörf er á þjónustumiðstöð sem annast miðl- un upplýsinga. Þessi miðstöð ætti að tileinka sér aðferðir og tækni hliðstæðra miðstöðva erlendis og samhæfa krafta innlendra þjónustuaðila og tengja íslenska notendur við erlendar upplýsingastöðvar. 4. Sú upplýsingaþjónusta í tækni og raungreinum sem nú verður sett á stofn á vegum Rannsóknaráðs er fyllilega tímabær og raunhæfur vísir að al- mennri upplýsingamiðstöð. Umræðuhóparnir lögðu ríka áherslu á að upp- lýsingaþjónustan og bókasöfn, eða upplýsinga- deild eins og lagt er til að þau verði kölluð, í land- inu á sviði raunvísinda og tækni verði hlutar af samvirku kerfi upplýsingamiðla sem miðaði að hagkvæmri verkaskiptingu og gagnkvæmri aðstoð. Mikið efni er til í landinu, en samræmingu og úrvinnslu er ábótavant og upplýsingar ekki að- gengilegar. 5. Auka þarf skilning á gildi upplýsinga og þörf á öflun þeirra. Oft er ráðist í framkvæmdir og fjár- festingu án þess að aflað sé nægra og tímanlegra upplýsinga og þess eru dæmi að gengið sé fram hjá upplýsingum við töku slíkra ákvarðana. 6. Efla þarf notendafræðslu í upplýsingaleit. Kynna þarf þá þjónustu sem söfn eða upplýsingadeildir geta veitt, hvaða efni er fáanlegt þar og í hvaða formi. Kenna þarf notkun bókfræðilegra hjálpar- gagna við leit að upplýsingum og kynna möguleika á öflun efnis frá söfnum hér og erlendis. Fræðsla sem þessi ætti að vera fastur liður náms í raunvís- inda- og tæknigreinum og í eftirmenntun þeirra sem nú eru að störfum. Tækniþróun í landinu er beinlínis háð því hversu vel menn kunna að not- færa sér upplýsingar. 7. Mörg íslensk fyrirtæki eru smá í sniðum og ráða ekki yfir starfsliði sem kann að notfæra sér tækni- legar upplýsingar. Það þarf því að efla þjónustu- stofnanir sem geta aðstoðað fyrirtækin og verið tengiliðir þeirra við upplýsingaþjónustuna. 8. Efla þarf bókasöfn og upplýsingadeildir í rann- sóknastofnunum. Leggja þarf áherslu á kaup mikilvægra tímarita, efnislykla og útdrátta. Þarf sérstaklega að þjálfa starfsmenn upplýsingadeilda sem eiga að veita notendum þjónustu og vera tengiliðir við þá. 7

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.