Bókasafnið - 01.02.1978, Side 5

Bókasafnið - 01.02.1978, Side 5
hefur löngum staðið hér með blóma. Lífið er ekki bara saltfiskur. — Hve lengi ert þú búinn að starfa sem bókavörður? — Það fer eftir því hver viðmiðunin er. Á ég að segja 45 ár? Ég sá um útlán lestrarfé- lagsins í Austur Landeyjum að hluta í nokkur ár, byrjaði að ég held árið 1932. Árið 1940 fluttum við hjónin til Eyja. Nokkru seinna varð ég bókavörður í Bóka- safni Einars Sigurðssonar. Einar keypti gott bókasafn, um 3 þús. bindi, sem var stofninn í safninu hans. Svo keypti ég allar íslenskar bækur ár hvert, þær sem út komu á al- mennum markaði. Þegar ég hætti bóka- vörslu hjá Einari árið 1949 var safn hans mun stærra en bæjarbókasafnið. Einar var eini einkaatvinnurekandinn sem ég veit um að hafi haft bókasafn handa starfsfólki sínu. — Einar var um margt á undan sínum tíma. Ég var svo ráðinn bókavörður Bókasafns Vestmannaeyja 1949. Ég ætlaði ekki að sækja um starfið, en gerði það loks fyrir áeggjan annarra. Vinnuaðstaða hefur verið ærið frumstæð alla tíð þar til nú, á því herr- ans ári 1977, en nú er safnið flutt í nýtt og rúmgott húsnæði. — Einnst þér almenningsbókasöfn njóta þeirrar virðingar sem þeim ber í menning- arlífi þjóðarinnar? — Nei. Ég held þó, að fólkið sem notar söfnin kunni vel að meta þá þjónustu sem þau veita. En notendur bókasafna eru of tómlátir; láta ekkert á sér bæra þegar nátt- tröll í menningarmálum vega að þeim. í hátíðaræðum skortir ekki hástemd orð um bókaþjóðina, en þau orð eru innantóm. Á annan áratug hafa menntamálaráðherrar verið að mylgrast með frumvarp að bóka- safnslögum. Við munum fögur fyrirheit á bókavarðarþingi 1974, en hverjar urðu efndirnar? Frv. til bókasafnslaga, sem lagt var fram á haustþingi 1975, hefði gerbreytt stöðu alm. safnanna til hins betra, ef náð hefði fram að ganga. í stað þess var strikað út það sem skipti máli; efnilegur unglingur varð umskiptingur. Það er t.d. klárt hneyksli, að styrkur til bókhlöðubygginga var felldur niður með öllu, en ríkið fjár- magnar að miklum hluta samkomuhús til Bakkusarblóta. Bæjarbókasöfnin og fáein héraðsbóka- söfn eru rekin sæmilega, en fjöldinn allur af héraðsbókasöfnum og lestrarfélögum berst í bökkum og koma almenningi að litlum notum. Þessi söfn hafa ekki skilyrði til að starfa af myndarskap nema með sameigin- legum stuðningi ríkis og sveitarstjórna. Við þessi söfn starfa yfirleitt íhlaupamenn, sem ætlast er til að vinni kauplaust eða því sem næst, enda sveita- og sýslusjóðir lítt aflögu- færir. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að endurskoða afstöðu sína til bókasafnsmála og breyta lögunum í hið fyrra horf. En það er líklega til of mikils mælst. Mun þá skömm þess lengi uppi. jj j 5

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.