Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 34
aðeins í litlu upplagi. Þetta á einkum við sýningarskrár, en þær eru taldar vera einn mikilvægasti þáttur listbókmenntanna. Bæði Fawcett og Pacey telja eftirfarandi efni nauðsynlegt í listabókasöfnum: 1. Bókfræði-, heimilda- og uppsláttarrit í listum. 2. Bækur í listum, bæði nýjar og „out of print“. 3. Sýningarskrár, söluskrár og ýmiss konar leiðarvísar frá söfnum. 4. Listatímarit. 5. Einkaútgáfur, svo og jafnvel óútgefið. 6. Litskyggnur, ljósmyndir, eftirprentanir, veggspjöld, og annað myndefni, s.s. kort, úrklippur, dagatöl o.fl. Hvar áherslan á þessi efni svo liggur fer að sjálfsögðu eftir eðli safnsins, deild í al- menningsbókasafni velur t.d. meira af föndur- og almennum handbókum en sér- safn í listaskóla mundi gera. Myndefnið eitt sér getur gefið tilefni til enn meiri sérhæfingar innan listabóka- safnsins. Litskyggnusöfn eru oft sérdeildir í stærri listabókasöfnum erlendis, þá er talað um litskyggnu- eða ljósmyndabókavörð. Um frekari greinar um þetta efni vísa ég til heimilda. Félag listabókasafna ARLIS Samvinna milli listabókasafna er ekki síður mikilvæg, en á milli annarra safna, einkum þegar tekið er tillit til hins háa verðlags á listabókum og ýmsum erfiðleik- um við að ná í sjaldgæfar eða uppseldar bækur. Það er aðeins á hinum síðari árum að slík samvinna hefur verið framkvæman- leg og samkvæmt heimild þá er í gangi slíkt samvinnukerfi á milli listabókasafna í Þýskalandi. Er þar aðallega um að ræða skiptingu og sérhæfingu á nýjum aðföngum, og útgáfu á samskrá um listatímarit í vest- ur-þýskum bókasöfnum. En áhugi og skilningur á aukinni sam- vinnu og samhæfingu starfsemi listabóka- safna leiddi til stofnunar félaga listabóka- safna og listabókavarða sem áður hefur verið getið um. Öll hafa félög þessi verið stofnuð á síðustu 10 árum, hið fyrsta árið 1967 q r stofnuð voru samtök listabókavarða innan Kanadíska bókasafnafélagsins (Canadian Library As- soc.). I apríl 1969 var svo ARLIS, the Art Libraries Society, stofnað í Bretlandi, og var aðalhvatamaður þess Trevor Fawcett. Meg- intilgangur ARLIS var settur fram sem: „að vekja athygli á listabókasafnsfræði, og að vera vettvangur tjáskipta um upplýsingar og gögn.“ Einnig var samþykkt að bæði stofn- anir og einstaklingar gætu gerst félagar. 1972 var svo ARLIS/NA (North America) stofnað og þá hafði einnig verið stofnuð deild listabókasafna innan Associ- ation des Bibliothécaires Francais. 1976 voru svo 2 ný ARLIS félög stofnuð, eitt fyrir Ástralíu og Nýja-Sjáland, og annað í Svíþjóð. Markmið allra þessara félaga eru svipuð: — að efla fagkunnáttu (raise professional standards) — að leitast við að veita betri þjónustu hvað snertir upplýsinga- og gagnamiðlun — að vera sameiginlegur vettvangur ýmissa hagsmunamála — og síðast en ekki síst að efla hina sérhœfðu stöðu listabókavarðarins. Til að efla menntun og fagkunnáttu lista- bókavarða hefur t.d. ARLIS í Bretlandi staðið fyrir ýmsum ráðstefnum um málefni listabókasafna og listabókavarða, og í apríl 1976 var fyrsta alþjóðlega ráðstefna lista- bókavarða haldin í London. Aðalmál ráð- stefnunnar var um listatímarit, val þeirra og áhrif, og í tengslum við ráðstefnuna var sýning í Victoria & Albert safninu um sama efni. 34

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.