Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 39
Um skólasöfn Framhald af bls. 10. lögufært með nýjungar. Þegar börn og unglingar hafa uppgötvað einn sannleika þarf að láta þekkingarþörf þeirra fá útrás og gefa þeim tækifæri til að auka enn við þekkinguna. Skólasafnvörður þarf þannig að vera vel vakandi fyrir því hvað nemendur vilja lesa, en samt má það ekki stýra inn- kaupum eitt sér. Eins liggur í augum uppi að safnvörður má ekki láta áhuga sinn á ákveðnum sviðum hafa áhrif á innkaup til safnsins. íslenzkum skólasafnvörðum er margvís- legur vandi á höndum. Til dæmis má nefna skilningsleysi yfirvalda á þörfum skóla- safna. Þetta skilningsleysi kemur fram á margan hátt. Húsnæði safna er t.d. víða mjög ábótavant. Annar vandi er hversu einhæfur íslenzkur bókamarkaður er og hversu lítill hluti íslenzkrar bókaútgáfu er handhægt safnefni. Stór hluti af bókaútgáf- unni er of fræðilegur fyrir böm og það sem gefið er út sérstaklega fyrir þau er of ágripskennt. Þar á ég við fræðirit og hand- bækur. En íslenzkar sögubækur fyrir börn er annar kafli, sem full ástæða er til að athuga, enda þótt hér gefist ekki tóm til þess að neinu marki. Hins vegar liggur það í augum uppi, að meginhluti íslenzkra barnabóka er illa gerður og verður ekki til að þroska börn eða bæta þau á einn eða annan hátt. Til þess að mæta skorti á góðum fræði- bókum er góð og um leið ódýr leið að koma upp vel skipulögðu safni af úrklippum úr dagblöðum. Þar er oft að finna greinar, sem geta komið að miklu gagni við ýmiss konar ritgerðasmíð. Enn eitt vandamál safnvarða er áhugaleysi margra kennara á starfsemi skólasafna. Hvað veldur þessu áhugaleysi veit ég ekki, en hitt veit ég að ekki þarf stórátak í mörgum tilfellum til að vekja áhuga, sem er nemendum og kennurum reyndar líka til góðs. En til þess að svo verði, mega kennarar ekki líta á vinnutímann í skólasafninu sem hvíldarstund. Þeir þurfa að styðja við bakið á börnunum og sýna að þeir viti hvað þeir vilji með starfinu. Sumir skólasafnverðir hafa reynt að ná til kennara með því að setja fasta stundaskrá fyrir skólasafnið. Það tel ég vera rangt. Kennarar verða að finna hjá sér sjálfum þörf fyrir að nota safnið. Annars verður árangur ekki sem skyldi. Eins eiga kennarar að geta komið í safnið með bekk og látið hann vinna þar lengur en einn tíma í senn. Reynsla mín er sú, að það tekur nær því heila kennslustund að koma nemendum af stað. Því ber að láta hópa vinna í 2—3 kennslustundir í senn. Þessi grein er einungis örlítið ágrip um skólasöfn. Til þess að gera sér grein fyrir möguleikum þeirra þarf að lesa heilar bæk- ur og einnig að vinna í skólasöfnum. Reynslan er bezti skólinn, enda þótt fræði- leg undirstaða sé nauðsynleg. Norrænn sumarháskóli... Framhald af bls. 16. ið fyrir hádegi fulltrúar NORDINFO og SCANNET (Skandinavisk kommunika- tionsnet for faglig information) og gerðu grein fyrir starfsemi þessara samnorrænu stofnana. Eftir hádegi komu svo fulltrúar NVBF, IFLA og INSTA (Internordisk standardiseringsarbejde) og lýstu starfsemi stofnana sinna. Eins og sjá má á þessu stutta yfirliti voru margvísleg efni tekin til umfjöllunar á námskeiðinu. Var það allt næsta fróðlegt og fullvíst er að bókaverðir þeir er það sóttu fóru heim með drjúgum víðari sýn yfir fræði starfsgreinar sinnar og skarpari skilning á þeim viðfangsefnum sem hvarvetna er við að glíma. Tilhögun námskeiðsins og viðurgeming- ur allur var til fyrirmyndar og þeim til mikils sóma, er að stóðu. 39

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.