Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 9
breytir tölvuboðum í tón sem unnt er að senda um símalínu — og einnig öfugt: breytir tóninum í boð sem tölvan getur lesið. Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um kostnað. Fremur ódýr útstöð kostar í Svíþjóð 7.800 s. kr. og er áætlað að sama gerð kosti hér á landi um 350.000 ísl. kr. Til eru ódýrari út- stöðvar. Modem eru aðeins notuð með samþykki viðkomandi símayfirvalda og leigja þau út þessi tæki. Stofnkostnaður við að fá modem hefur verið áætlaður um 300.000 kr. hér- lendis, en leigugjald fyrir modem er 5.000 kr. á ársfjórðungi. 3. Fastanefnd um upplýsingamál. Vinda þarf bráðan bug að því að setja á fót fasta- nefnd um upplýsingamál sem hefur það hlutverk að marka stefnu í upplýsingamál- um þjóðarinnar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í þessum efnum. Vafalaust verð- ur unnið að þessu á árinu 1978, enda má þetta nauðsynjamál ekki dragast öllu leng- ur. Ályktun til stjórnvalda Aðalfundur Deildar starfsfólks í almenn- ingsbókasöfnum haldinn i Þorlákshöfn 17. september 1977 skorar á stjórnvöld að við- urkenna almenningsbókasöfnin sem menn- ingarstofnanir með því að ríkissjóður greiði sama hlutfall af byggingarkostnaði þeirra og félagsheimila. Hugsið ykkur, ef maður væri nú laus við lánþegana — þá væri hér svo notalegt, allt í röð og reglu, og hver bók á sínum stað. (Lunds Universitet meddelar, 10. árg. (19), 1977) 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.