Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 11
SIGURÐUR HELGASON: Um skólasöfn Skólasafn. Hvað er nú það? Þannig kunna margir að hafa spurt fyrir örfáum árum, en nú er það orðinn sjálfsagður hluti af flestum skólum í Reykjavík og nágrenni. Hins vegar eru skólar úti um land óvíða með söfn, enda þótt örlítil hreyfing sé í þeim efnum sums staðar. I grein þessari hyggst ég gera í stuttu máli grein fyrir skólasöfnum, starfi þeirra og markmiðum. Samkvæmt lögum um grunnskóla skal vera skólasafn í öllum grunnskólum. Með skólasafni er átt við safn bóka og annarra hjálpartækja er að gagni kunna að koma við kennslu. Á ensku er skólasafnið nefnt media centre og starfssvið þess felst eiginlega í þvi orði. Þar skulu vera segulbönd, skugga- myndavélar og ýmis önnur tæki er nútíma skólar nota í ríkum mæli. Markmiðum skólasafna má skipta í fjóra hluta: 1) Kenna nemendum að finna heimildir. 2) Kenna nemendum að nota heimildir. 3) Kenna nemendum að velja heimildir. 4) Kenna nemendum að framleiða nýjar heimildir. Af þessum markmiðum má sjá að þau stefna öll að sama markinu. Það er að láta nemendur vinna sjálfstætt. Þannig er verið að draga úr þeirri miklu mötun, sem á sér stað í skólum. Þeir nemendur sem ná tökum á ofangreindum vinnubrögðum eiga án efa mun auðveldara með að afla sér aukinnar menntunar að námi loknu. Þannig hefur skólinn náð að mennta viðkomandi nem- Skólasafn. Myndin er tekin úr The School Library. A Report from Educational Facilities Laboratories. N.Y. 1968. anda og um leið gert honum kleift að auka þekkingu sína eftir áhuga og þörfum. Bókakostur skólasafna þarf að vera mjög breiður. Með því á ég við að þar þurfi að blanda saman handbókum, fræðibókum um afmörkuð efni, ljóðabókum og sögu- bókum. Allt þetta efni þarf að miða við þroska nemenda. Til dæmis þýðir ekki að kaupa háfleyg heimspekirit í bamaskóla, heldur verður að verja fjárveitingum til kaupa á efni sem nemendur skilja. Skólasafnið þarf helst alltaf að vera af- Framhald á bls. 39 10 ELSE MIA EINARSDÓTTIR OG HELGI MAGNCSSON: Norrænn sumarskóli fyrir bókaverði Dagana 8.-19. ágúst 1977 var haldið í húsakynnum norska bókavarðaskólans í Osló (Statens bibliotekskole) námskeið fyrir norræna bókaverði, með ofangreindu heiti. Var það einkum ætlað bókavörðum rann- sóknarbókasafna en einnig bókavörðum frá hinum stærri almenningsbókasöfnum. Stat- ens bibliotekskole stóð fyrir námskeiðinu í samvinnu við Samband norrænna rann- sóknarbókavarða (Nordisk videnskabeligt bibliotekarforbund). Það var haldið í sam- ræmi við ályktun Norðurlandaráðs frá 1971 en í henni segir að ríkisstjómir Norðurlanda skuli vinna að því að samræma menntun á sviði bókasafna- og upplýsingaþjónustu, og þar með leggja sérstaka áherslu á eftir- menntun og gerð kennslugagna. Statens bibliotekskole lagði til húsnæði og fyrirles- ara að nokkru, en Norræni menningarsjóð- urinn (Nordisk kulturfond) og NORDIN- FO (Nordisk samarbejdsorgan for forskn- ingsbiblioteker, videnskabelig information og dokumentation) báru kostnað að öðru leyti. Námskeiðið sóttu 27 bókaverðir frá öllum Norðurlöndunum. Voru þeir frá söfnum af margvíslegu tagi. Fjórir íslenskir bókaverðir voru í þessum hópi, þau er þetta rita, Sig- ríður Lára Guðmundsdóttir og Þórhildur Sigurðardóttir. Að jafnaði var fjallað um tvö viðfangsefni á dag, annað fyrir en hitt eftir hádegi. Var það mest gert með fyrirlestrum en ávallt voru nokkrar umræður að þeim loknum, undir stjóm umræðustjóra. Fyrirlesarar voru allmargir og voru þeir bæði norskir og erlendir. Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir dagskrá námskeiðsins og þeim viðfangsefn- um er þar voru til umræðu. Námskeiðið hófst að morgni 8. ágúst með stuttu ávarpi Johans Brandrud, yfirbóka- varðar Háskólabókasafnsins í Osló, en að því loknu flutti Atnhony J. Loveday, starfs- maður SCONUL (Standing Conference of National and University Libraries) í Lond- on, fyrsta fyrirlesturinn og var ekki annað á dagskrá þann dag. Fjallaði hann um vandamál bókasafna er lúta að varðveislu og aukningu safnkostsins. Tók hann einkum dæmi af háskólabókasöfnum í Bretlandi en þar hafa menn velt slíkum vandamálum mjög fyrir sér upp á síðkastið. Loveday benti á að notendum háskóla- bókasafna fjölgar stöðugt, útgáfa vísindarita vex óðfluga, bækur og tímarit hækka stöð- ugt í verði, en dregið hefur úr fjárveitingu til 11

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.