Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 13
fyrirlestur um flokkun með sérstöku tilliti til þekktustu flokkunarkerfa nú, Library of Congress Classification, Decimal Classifi- cation, Universal Decimal Classification, Bliss Classification og Broad System of Ordering. Coates lagði áherslu á að ætlunarverk hvers safns hlyti að ráða því hvaða flokk- unarkerfi væri valið til notkunar. Hann áleit að heimagert flokkunarkerfi væri réttlæt- anlegt í bókasafni ef í ljós kæmi við ná- kvæma athugun að slíkt hentaði. Æskilegt væri þó að sem flest söfn notuðu eitthvert hinna alþjóðlegu flokkunarkerfa. Gaf hann þátttakendum yfirlit yfir notkun þessara kerfa í heiminum í dag og kosti þeirra og galla eins og þeir horfðu við honum. Eink- um ræddi hann um Bliss-kerfið sem nú er að koma út í nýrri útgáfu og BSOkerfið. Eftir hádegi þennan dag var farið í kynn- isferð til þess að skoða nýlegt bókasafn norska íþróttaháskólans (Norges idretts- hogskole). Yfirbókavörður safnsins flutti erindi um sögu safnsins og notendafræðslu eins og hún er rækt af bókavörðum þar. Síðan var safnið skoðað. Fimmtudaginn 11. ágúst var Eric Coates aftur á dagskrá með fyrirlestur fyrir hádegi. Ræddi hann um gerð efnislykla og nýjustu aðferðir sem beitt er við það verk. Seinni fyrirlestur þessa dags flutti Kenn- eth Roberts, deildarstjóri frá UNESCO í París. Fræddi hann þátttakendur um NATIS-áætlunina (National Information Systems) á vegum UNESCO. Markmið NATIS-áætlunarinnar er að sérhver not- andi geti ávallt fengið í hendur hvaða rit sem er, eða upplýsingar um það, hvaðan sem er úr heiminum. Þessu markmiði hyggjast menn ná með eftirfarandi ráðum: í hverju landi sé gerð og gefin út fullkomin þjóðbókaskrá; þess sé gætt að varðveita a.m.k. eitt eintak af hverju riti sem út kemur, í einhverju bókasafni landsins; þau rit sem gefin eru út í landinu séu ávallt til reiðu, Norski bókavarðaskólinn f Osló (Statens bibliotekskole). með lánum eða öðrum hætti, hverjum þeim sem á þeim þarf að halda til menningar- eða vísindastarfs; haldið sé uppi bókfræðilegri þjónustu sem veiti notendum, innan- og ut- anlands, þær bókfræðilegu upplýsingar er þeir þarfnast; séð verði til þess að nógu margt sérmenntað fólk sinni þessum verkum. Til þess að þetta megi verða þarf að vinna að alþjóðlegri samræmingu þess bókfræði- lega starfs sem unnið er í einstökum lönd- um. Þáttur í því verki er gerð ISBD-staðals- ins sem fyrr var getið. Hornsteinar NAT- IS-áætlunarinnar eru UBC (Universal Bib- liographic Control) og UAP (Universal Availability of Publications). Kenneth Roberts gerði grein fyrir sögu þessa starfs og sagði frá áætlun þeirri (Medium Term Programme 1977—82), í tíu liðum, sem UNESCO hefur gert sér til næstu ára. Hann lét í ljósi óskir um að stofnunin gæti í framtíðinni haft frjálsari samvinnu, en verið hefði, við einstakar stofnanir og félög bókavarða í hverju landi. Föstudaginn 12. ágúst hófst námskeiðið með því að Per Ongstad hélt fyrirlestur um tölvutækni og bókasöfn. Ongstad er for- stöðumaður Norsk dokumentdata í Osló en sú stofnun menntar fólk til starfa í bóka- söfnum við verkefni er krefjast tölvunotk- unar. Einnig sér hún um undirbúnings- og áætlanavinnu og forritun við slík verkefni 13

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.