Bókasafnið - 01.02.1978, Blaðsíða 29
Númerin sem skráningarlyklarnir vísa á
(oftast er fjórði liður bókstafur) eru einungis
leitartölur, er vísa til skráningartexta í þeim
raðarhluta skrárinnar. Eyða táknar tölu-
stafinn einn til aðgreiningar frá bókstafnum
1 í sama dálki (fjórða lið).
Fyrstu þrír tölustafirnir í leitartölunni
vísa á þá örfilmu, sem geymir viðeigandi
skráningartexta. Filmum með skráningar-
texta er raðað í töluröð eftir þessum þriggja
stafa númerum. Þegar filmu er brugðið í
lesvélina koma í ljós dálkar og vísar fjórða
tala (eða bókstafur) leitarnúmersins á réttan
dálk, lárétt. Síðustu tölurnar vísa aftur beint
á ritið sem leitað er, lóðrétt.
Myndin hér að neðan skýrir þetta ef til vill
betur þótt óskýr sé.
Skráningarlykill vísar á leitartöluna 333k21:
Áður en þessu spjalli er lokið mætti nefna
það, að nú er að koma á markað á örfilmum
hillulisti LC frá upphafi fram til ársins 1980
ásamt 15 lykilbindum að filmunum (efnis-
orðalykill 6 bindi, staðarnafnalykill 1 bindi,
mannanafnaskrá 8 bindi).
Hillulistinn telur um sex og hálfa milljón
spjalda, svo að þetta er gríðarlegt verk.
Forvitnum til fróðleiks má geta þess, að
verðið á filmunum ásamt lykilbindum og
ársfjórðungslegum viðaukum er „aðeins“
$6.187,-.
1 234abcdefghijklmnoprstuvwxyz
29