Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 1
RUNAFRÆÐI
í ÁGRIPI
Póað rúnir hafi ekki allmjög tíðkast á íslandi og ekki
fyrr en nokkuð seint, og síðar en hjá öðrum frændþjóðum,
sem vonlegt var, eru þær þó svo þýðíngarmikill þáttur í al-
mennri menníngarsögu, að vel mætti til vera á íslensku stutt
yfirlit yfir þær og sögu þeirra. Mjer kom því til hugar að
semja slíkt yfirlit, enda hef jeg fengist allmikið við rúnafræði,
sem er einn þáttur norrænna fræða og jeg hef haldið fyrir-
lestra um við Háskólann í Khöfn. Jeg hef tekið aðalatriðin
og það er mestu varðar. Sjerstaklega hef jeg tekið það fram,
er snertir ísland, og því hef jeg í viðauka safnað öllum ís-
lenskum rúnaristum, sem eru læsilegar. Annars eru þær ekki
nema á víð og dreif.
UPPH AP'SMÁL
Á síðari tímum hafa verið miklar umræður um upp-
runa rúnanna og margar skýríngar á rúnaristum hafa verið
settar fram í ýmsum bókum og ritgjörðum. Um hvort-
tveggja eru margvíslegar deilur, og má segja, að um fátt
komi mönnum saman til fulls. Sýnir það, hve margir
örðugleikar eru á, og skyrast þeir betur síðar í þessu riti.
Hjer verður ekki farið frekar út í sögu rúnafræðinnar
og rúnaskýrínga. Hún hefst á 17. öld, í Danmörku aðallega
með hinum margfróða manniOlaWorm (d. 1654). Bæði
í Danmörk og í Svíþjóð gerðust margir til þess að skýra
rúnir og safna áletrunum. Um Íslendínga er það að segja,