Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 2
2
Finnur Jónsson
að þeir höfðu beyg af að eiga við rúnir vegna þess óorðs,
sem ljek á þeim; þær voru skoðaðar sem galdrastafir á
17. öld, og þeim refsað með báli, sem uppvísir urðu að
því að eiga við þær. Því voru fræðimenn vorir tregir til
að veita Worm skýrslur um rúnir, þegar hann bað þá
um þær. A 18. öld fengust Islendíngar nokkuð við rúna-
fræði — þá voru skoðanir manna orðnar öðruvísi —.
Einkum má þar til nefna Jón Ólafsson frá Grunnavík
(1705—79). Hann ritaði (1732) allmikið rit • um rúnir:
Rúnareiðsla eða Rúnologia; það er allfróðlegt rit og með
því s'kásta, sem hann samdi. En þó að margur fróðleikur
sje í ritinu, ber það þó ljósan vott um þeirra tíma vísinda-
mensku og dæmigreindarskort höfundarins.
Á fyrra hluta 19. aldar fengust menn allmikið við
rúnir hjer í Danmörku, og var Finnur Magnússon
(1781 —1847) þá einna alfrægastur rúnaskýrandi. Hann
var, einsog kunnugt er, hinn mesti eljumaður og fróð-
leiksmaður, en hann stóð, sem vísindamaður, alveg á stigi
18. aldar og komst aldrei frá því. Einkum var það baga-
legt, að honum var ókunnugt um alla málssögu og því
gat hann borið saman orð úr alveg fjarskyldum túngum.
Hins vegar var hann ekki laus við nokkuð taumlaust
hugmyndaflug. Dæmigreind hans var líka 18. aldarinnar.
Alt þetta er nóg til að skilja, hve hrapallega tókst til
með skýríngu á hinum svonefnda Rúnamó. í Bleikíng
(í Suðaustur-Svíþjóð) er mikil hella, með mörgum sprúngum
og smárifum; snemma hefur mönnum þótt þær líkjast
rúnaristum, og um 1200 getur Saxi, sagnahöfundurinn,
þessarar hellu. Því var full ástæða til, að menn vildu
rannsaka þetta mál og var Finni falið það og dönskum
jarðfræðíngi, Forchhammer. Finnur gerði teikníng af
þessum tifum, sem líktust rúnum, en hann gat ekkert
vit fengið í þeim. Forchhammer ljet í ljós fyrir sitt leyti,
að sumt eða mart af þessum rifum væri náttúrulegar