Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 3
Rúnat'ræð i
3
sprúngur framkomnar fyrir áhrif lofts og vatns, en sumar
af þeim mundu ekki vera svo til komnar. Hvað gátu
þær þá verið annað en rúnir? það var eðlilegt, að Finnur
reiddi sig á þetta og þóttist hafa rjett til að gera ráð
fyrir því, að hjer væri um rúnir að ræða — og alt í einu,
segir hann, var sem snöggu ljósi brygði fyrir og hann
þóttist skilja, hvernig ætti að lesa þær, — afturábak og
allavega, sem bandrúnir osfrv. Og svo las hann út úr
þessu vísu um Hiltikinn (= Hilditönn). Um stundar sakir
varð hann alfrægur fyrir lesturinn. Bjarni Thórarensen,
vinur hans, orti kvæði eftir að hafa frjett afrekið. Þar í
er þetta:
Að honuml) aleinn Finnur fer
og hulinhjálminn frá
hverri sleit rúnu þá.
Heill sje þjer Mímir Magnússon,
rúnir sem Rögnahropts
rjeðir með visku opt.
Frægðin varð því miður skammæ. Hinn úngi danski
fornfræðíngur Worsaae sýndi skömmu síðar með órækum
rökum, að hjer gæti ekki verið um rúnir að ræða, og síðan
hefur það verið algildur sannleikur. Skýríng Finns fellur
um sjálfa sig af mörgum ástæðum. »Rúnirnar« hafa enga
reglulega rúnamynd, eru hlykkjóttar og bjagaðar, vísan,
sem hann þóttist finna, er alveg ómöguleg á þeim tímum,
sem hjer átti að vera um að gera, bæði að máli og brag-
arhætti — og þar kom sýnilegast fram fræðibrestir Finns
og skarpleiks - skortur. Skýríngin var sorglegur mis-
skilníngur; Finnur tók ósigurinn sjer víst mjög nærri.
Hann samdi volduga bók um málið; hún hefur mart
annað að flytja um rúnir alment og er þar margur fróð-
leikur í, sem er mikils virði.
x) J> e. rúnahernum.