Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 4
4
Finnur Jónsson
Annan mann má nefna sem rúnafræðíng, Gísla
Brynjólfsson, prest að Hólmum í Reyðarfirði, sem ljest
svo sviplega (1827). Hann samdi doktorsritgjörð (Pericu-
lum runologicum) 1823. Þetta rit var með sama markinu
brent, sýndi sama skort á sögu mála og þjóða. Hann
hjelt því fram, að rúnirnar væru fundnar af germönskum
þjóðum fyrirmyndarlaust, þær væru allra elstu stafirnir
og frá þeim væru runnin stafróf annara þjóða. Slíkt nær
engri átt, en fræðin voru ekki komin lengra en þetta
fyrir svo sem 100 árum, að hægt var að setja fram annað
eins og þetta.
Þetta er svo sem alt, er Islendíngar hafa lagt af
mörkum til rúnafræðinnar; það er nú ekki mikils virði,
en þó ekki lakara en sumt eða flest, sem kom fram hjá
öðrum þjóðum á 18. öldinni og þó síðar sje. Það er ekki
fyrr en um miðja 19. öld. og þar á eftir, að rökbetri skoð-
anir fara að ryðja sjer til rúms.
Viljum vjer nú eftir þessi fáu upphafsorð hverfa að
málinu sjálfu.
i.GREIN. UPPRUNI RÚNANNA
1. Orðið rún, sem oftast er aðeins haft í fleirtölu:
rúnar, finst í öllum germönskum málum, sem svo eru
jafnaðarlega nefnd, og alstaðar loðir eitthvað leyndardóms-
fult við hugmyndina, sem í því felst. í gotnesku er til
runa, flt. runös, og er þar þýðíng á grísku orðunum bule
(ráð, ráðagerð) og musterion (leyndardómur); bölé er á
þeim stað, sem það kemur fyrir, einmitt haft um leyni-
lega ráðagerð. I fornháþýsku og fornsaxnesku merkir
runa ‘leynilegt samtal (ráðagerð)’; í ýngri háþýsku er rúne
‘hvísl’, í fornensku merkir rún ‘leynilega ráðagerð, hvísl;
óljóst rit’; svo og rún (letrið); sbr. runstœf= rúnastafur.
I írsku er orðið og til, run ‘leyndardómur’; í finsku er