Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Qupperneq 5
Rúnafræði
5
orðið runo mjög fornt tökuorð, en merkir þar ‘skáldskap’.
í ýngri norsku er orðið runa haft um ‘gamlan formála’,
og flt. runer um ‘töfralyf’ (I. Aasen). I fornmáli voru — og
síðar — er orðið svo að segja eingöngu haft í merkíng-
unni ‘rúnastafur’ og oftast haft í fleirtölu; rún í eintölu
kemur fyrir hjá Egli Skallagrímssyni, en er þar haft sem
safnyrði, og sömu merkíngar sem spj'óll í sömu vísu. í
elstu kvæðum er orðið þegar haft um töfrastafi, einkum
í samsetníngum. Sú merkíng kemur og fyrir í eldri rúna-
ristum. Þessi merkíng: ‘stafur með töfraafli’ er afarforn.
Af orðinu er rúni og ríma myndað, þ. e. ‘vinur’ og
‘vinkona’, einkum um þær persónur, er ‘hjala saman leyni-
lega’. í öðrum málum eru til orð, er svara til þessara
orða. Sagnorð eru til, sem eru líkrar merkíngar, svo sem
fornháþý. og fornsaxn. runen og runan ‘að hvísla’, fornensk.
runian ‘að hvísla’; norsk-ísl. rýna ‘að hjala saman’ (sbr.
rýnendr ok ráðendr); í nýno. rnna ‘fara með leynilegar
íþróttir, töfra’. Lýsíngarorðið rýninn merkir ‘rúnafróður’ —
og síðar ‘fróðleiksfús’; þar af nafno. rýnni. Hvað fornt
það sje að nota orðið rún um þessi stafatákn, er alls óvíst.
En það má telja víst, að það stafar frá þeim tímum, er
farið var að nota þau sem töfrastafi, er hefðu leynilegan
mátt að geyma. En af því má aftur ráða, að þessir stafir
voru ekki allra manna andleg eign og meðfæri, heldur
aðeins nokkurra manna, fáeinna útvaldra. En það er ekki
víst, að svo hafi verið frá öndverðu. Sá, sem fyrstur bjó
stafrófið til, hefur víst aðeins þekt það letur, sem hann
gerði sína stafir eftir, sem meðal til þess að kynna öðrum
hugsanir, orð og gjörðir þ. e. sem vanalegt ritletur, og þá
má telja líklegast, að hann hafi ætlast til þess, að hans
letur yrði notað á sama hátt. Þetta styrkist við það, að
Gotar notuðu ekki runa um stafina sjálfa, heldur orðið
böka (= bók); þar með þýddu þeir gríska orðið gramma
(= stafur). Ef það er Goti, sem hefur búið til þetta staf-