Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 6
6
Finnur Jónsson
róf, er þetta ekki þýðíngarlaust. Samkvæmt þessu er sá
staður, er orðið kemur fyrst fyrir í bókmentunum. Venan-
tius Fortúnatus hjet biskup í Peitu á Frakklandi (á síðara
helmíngi 6. aldar e. Kr.). Flann segir svo í einu kvæði
sínu á latínu:
Barbara fraxineis pingatur runa tabellis
quæque papyrus agit virgula plana valet,
þ. e. Hin barbariska1) rún skal máluð á eskiviðarspjöld,
og gildir þá sama sem það, er sett er á pappír. Þó að
hjer sje nú ekki beinlínis sagt, hvað »runa« merki, þá er
það þó nokkurn veginn ljóst, úr því að eskiviðarspjöldunum
er hjer jafnað til pappírs (sem var alment ritefni), að skáldið
hefur skoðað rúnirnar sem svarandi til almenns (latínu)
leturs. Þó er það þýðíngarmikið, að orðið rún finst hjer,
því að eftir því má gera ráð fyrir því, að þegar á 6. öld —
og líklega fyrr — hafi þessir stafir verið orðnir töfrastafir.
Charnay-kíngan (sbr. síðar) fra 6. öld vottar þetta. Efalaust
má ætla, að stafirnir hafi fengið sinn undramátt hjá ger-
mönum ekki alllöngu eftir að rúnaletrið var til orðið. Elstu
rúnaristur, sem fundist hafa í Danmörku og taldar eru
frá því á 4. öld, sýna þetta ótvírætt. Eins lángt og hægt
er að komast aftur í aldirnar má því með fullri vissu segja,
að rúnirnar hafi verið notaðar á tvennan hátt:
1) sem ráð til þess að gera sig öðrum skiljanlegan
alment.
2) sem töfrastafir með leyndardómsfullu magni.
Einkum síðara atriðið gerir það skiljanlegt, að Norður-
landamenn (að minsta kosti) töldu uppruna rúnanna guð-
dómlegan. Á hinum sænska rúnasteini, er kendur er við
Fyrunga (eða Noleby), eru rúnirnar kallaðar raginakundo,
1 J>. e. Sú sem er tíðUuð hjá ómentuðum þjóðum (ekki hjá Róm-
verjum).