Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 7
Rúnafræði
7
þ. e. ‘reginkunnar’, komnar frá goðunum. Þetta sama orð
finst einmitt í Hávamálum (80):
es at rúnum spyrr
hinum reginkunnum,
sbr. vísuorðin sst. (142):
[rúnar] es fáði fimbulþulr
ok gerðu ginnregin
ok reist Hroptr rögna.
I Hávamála-safninu er kafli, er segir frá því, hversu
Oðinn komst að rúnunum, hversu hann aflaði sjer þekk-
íngar á þeim og valds yfir þeim. Frá þessu segir á mjög
dularfullan hátt, en óefað stendur það í nánu sambandi
við trúna á töframátt rúnanna. Samkvæmt norrænum
hugsunarhætti hlaut það að vera Oðinn, upphaf allrar visku,
er var hinn mikli rúnameistari og sá, er miðlaði öðrum
sömu kunnáttu, alveg einsog var um skáldskapinn og
skáldskapargáfuna. Svá ek ríst ok í rúnum fák segir
Óðinn í Hávam. (157).
Rúnir þektust fyrst í stað hvergi nema á Norður-
löndum, og þar var snemma tekið eftir þeim, sem áður
var getið. Það sem menn þá fengust fyrst við var auð-
vitað lestur letranna og skýríng þeirra. Sbr. starfsemi
Óla Worms. Um uppruna rúnanna hugsuðu menn þó líka
og sögu þeirra nokkuð. En alt var það í Iausu lofti.
Nokkuð ábyggilegt var ekki hægt að fá fyrr en rúnir
voru fundnar í öðrum löndum og hægt var að gera
vísindalegan samanburð og rannsóknir samkvæmt honum.
Svo varð og málfræðin, einkum samanburðarmálfræðin,
að vera búin að koma föstum fótum undir sig, en það
eru ekki nema tveir eða þrír mannsaldrar síðan það varð.
Óli Worm hugði, að rúnasteinarnir væru minnismerki
»frá tímunum fyrir eða skömmu eftir syndaflóðið«, og
hann vildi leiða rúnirnar af letri Ebrea osfrv.