Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 8
8
Finnur Jónsson
Á 19. öldinni komu fram ýmsar skynsamlegri skoðanir
um þetta mál. Sumir töldu þá líklegast, að rúnirnar
væru runnar af gríska stafrófinu, en þýskur fræðimaður,
A. Kirchhoff, áleit (1854) rjettast að leiða þær af latneska
stafrófinu, einsog það var á fyrstu öldum eftir Kr. Það
var þessi skoðun, sem L. F. A. Wimmer (1839—1920)
tók sjer fyrir hendur að sanna í hinni fyrstu sannvísinda-
legu ritgjörð um þetta efni: Runeskriftens oprindelse og
udvikling i Norden, som kom út í Arbókum hins norræna
Fornfræðafjelags 1874 (aukin og endurbætt í þýskri bók:
Die runenschrift 1887). Vjer munum síðar skýra frá
skoðun hans og meðferð rnálsins, en nú fyrst snúa oss að
útbreiðslu rúnanna og hinum elstu rúnastafrófum; þau
eru vanalega í útlendum bókum nefnd fúþark (fúþarkar)
eftir 6 fyrstu rúnunum.
2. Útbreiðsla rúnanna. Rúnir voru til, sem getið var,
hjá öllum germönskum þjóðum: Gotum, Þjóðverjum,
Engilsöxum og Norðurlandabúum. Eru hjer að upphafi
merkastar rúnaristur þeirra Gota og Þjóðverja, og skulu
þær helstu taldar hjer:
a) Frá Gotum stafa letur á hríng frá Bukarest eða
Pietroassa (Petrossa í Blökkumannalandi); fundinn 1837;
— á spjótsfjöður frá Kovel (í Volhyníu); fundin 1858; —
á spjótsfjöður frá Muncheberg (í Brandinborg); fundin
1865; — á hríng frá Körlin (í Pommern); fundinn 1839.
Alt letur á spjótum og hríngum.
b) Frá þýskum þjóðflokkum: rúnir á dálk frá Char-
nay (í Bourgogne); fundinn 1857; — á tveimur dálkum
frá Nordendorf (í Bayern); annar fundinn 1843; — á
dálk frá Balingen (í Wurtemberg), — á dálk frá Ost-
hofen og Freilaubersheim (báðir staðir í Rínhessen);
sá síðari fundinn 1873, — á dálk frá Friedberg (í Efra-
Hessen), fundinn 1885(86); — á dálk frá Ems (í Nassau);