Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 9
Rúnafræði
9
fundinn 1878; — á dálk frá Engers (í Rínlöndum);
fundinn 1885; — og loks á 2 dálkum frá Bezenye (í
Úngaralandi); fundnir 1885. Allar á dálkum (feldardálkum).
Öll þessi letur hyggja menn stafi frá því um 500 —
650 e. Kr.
Auk þessara ristna hafa fundist nokkrar í gröfum í
Thiiringen og ristur á kíngum frá Norður-þýskalandi.
I Norvegi (á Stabúi á Þótni) hefur fundist spjótfjöður
með rúnum, og er hún tíðsett um 200 e.Kr. eða jafnvel fyrr.
Enginn vafi getur leikið á því, að þetta spjót er komið
sunnan að og er gotneskt að uppruna; heyrir því a-flokk-
num til.
Letrin á þessum munum eru einföld og stutt. í fyrsta
lagi mannanöfn í nefnifalli: Tilariðs (Kovel), Raninga (Mun-
cheberg), Rauninga (Stabu), Hiba (dálkur frá Thuringen),
þuruþkild (Friedberg), Leub (Engers) — alt eru þetta eig-
andanöfn. Tvö orð: Gutaniowi hailag (Pietroassa), Goda-
hid wunja (Bezenye I), Arsipoda segun (Bezenye II).
Sjaldnast koma fyrir lengri letur: Boso wraet runa þ k
dalina godd (Freilaubersheim) = Bósi reit rúnar. Þik Dal-
lina gæddi osfrv.
Til Englands fluttust rúnirnar allsnemma. Eftirtekta-
vert er það, að í hinu forna kvæði Engilsaxa: Bjólfi
(Beowulf) er nefnt sverð, merkt með rúnastöfum (rún-
stafas), er táknuðu nafn þess, er sverðið var smíðað fyrir,
þ. e. eigandans. í Englandi eru til um 40 áletranir á
peníngum, vopnum, verkfærum (hnífnum, sem fanst í
Tems), skríni osfrv. Þær eru taldar að vera frá 6. öld og
síðar. Sjerstaklega má hjer nefna skrínið frá Clermont,
þar á eru myndir, er svna atburði úr lífi Egils, hins
mikla skytja, (Völundar-sagan) með skvríngum í rúnum.
Yngri eru steinkrossar með myndum og rúnum. Hið
upphaflega rúnaletur var aukið mjög á Englandi, og mun
þess síðar verða getið.