Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 10
IO
Finnur Jónsson
3. Það stafróf, sem notað er í þessum áletrunum, finst
á tveimur munum utan Norðurlanda, á Charnay-dálkinum
og Tems-hnífnum (en hjer aukið nokkrum nýjum rúnum)
og á tveimur hlutum á Norðurlöndum, á Kylfver (grafar)
hellunni1) (fundið 1903) og á Vaðsteina-kíngu, svo
nefndri. Stafrófinu er alstaðar skift í þrent, þrjár ættir
(sbr. síðar), og lítur svo út2):
Vaðsteinar: rni>flt<Xf
f uþarkgw
NÞI$T KYS
h ni j í p R s
r b n n r o « W* * 8)
t b e m 1 g o ð
A Tems-hnífnum eru fleiri (nýjar) rúnir, fyrir a, æ, y, ea.
Þegar þessar fernar ristur eru bornar saman, má sjá
einstöku tilbreytíngar, svo sem í k-rúninni á Tems (K),
a-rúnin þar dálítið breytt (fí); h hefur ýmist eitt eða tvö
þverstrik; j-rúnin er töluvert breytileg; sömuleiðis p-rúnin
(Kylfver og Tems eru þar eins IX); R-rúnin er eins, nema
að á Charnay eru hliðstafirnir tvísettir (ofan og neðan X;
Wimmer áleit, að þessi mynd væri skrautmynd, en Bugge
og aðrir, að hún væri upphafleg; nú mun Wimmers skoðun
alment viðurkend); s-rúnin á Tems er öðruvísi en á hin-
um (I). Um j- og g rúnirnar verður síðar rætt.
Þessar rúnir eru nú því nær alveg einsog þær, sem
eru í ristum þeim, er áður voru taldar. Þó eru nokkrar
smáar tilbreytíngar. h getur litið svo út: M, n svo: +,
p svo: !>, t svo: T, d svo: N (sbr. Tems) og []. R-rúnin
finst ekki í þeim.
x) Kylfver er á Gotlandi.
2) Vjer sýnum hjer aðeins letrið á Vaðsteina-kíngunni.
8) þessi rún sjest nú ekki á kíngunni, er hefur verið upphaflega til.