Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 12
12
Finnur Jónsson
stafrófinu, er ekki svöruðu til neins hljóðs í hans máli, og
notað þau til að merkja hljóð, sem ekki voru til í frum-
stafrófinu.
Það var, sem sagt var, L. F. A. Wimmer, sem
fyrstur reyndi að svara spurníngunni um, hvaðan rúnirnar
væru komnar, með sannvísindalegri og róttækri rannsókn,
í riti því, er áður var nefnt. Munum vjer nú skýra frá
árángri þessarar rannsóknar.
Niðurstaða hans var sú, að fyrirmynd rúnanna væri
hið ýngra latneska stafróf, sem tíðkaðist á fyrstu
öldunum eftir Krists burð. Hann sýndi, að H og H, í
merkíngu hs, hlyti að stafa frá latnesku stöfunum; sama
væri um f (gríska táknið F, digamma, merkti alt annað
hljóð). Eiginlega hefði latn. F átt að verða Ý, en þessi
mynd braut þá reglu, sem auðsjáanlega var fylgt, að láta
ekki hliðstrikin gnæfa hærra en aðalstafinn, og því voru
hliðstrikin færð niður á legginn. Ennfremur er < auðsjáan-
lega sama sem latn. c (= k, sem að því var kveðið). og f
svara alveg til latn. táknanna fyrir b og d; latn. S varð S.
Hjer eru þá þegar 7 rúnir, sem með hægu móti má leiða
af latn. stöfum, og naumast nokkrum öðrum. Það sjest,
að rúnirnar eru með skarpari hornum en frummyndirnar,
sem eru bogadregnar, en það hefur sína eðlilegu orsök.
Rúnirnar voru víst upphaflega ætlaðar til þess að rista á
trje(spjöld; sbr. vísu Fortúnatus); þá reyndist það svo að
segja óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að gera hliðstrikin
skörp eða hornótt og skásett. Það getur hver sannfært sig
um, sem vill reyna það. Sama er að segja um rúnir, sem
voru krotaðar í málm. Aftur á móti var slíkt ekki nauð-
synlegt, er klappa skyldi rúnir í stein, enda eru þar oft
hliðstrik bogin.
Það má nú segja, að eiginlega sjeu ekki nein ný tákn
sköpuð; rúnirnar eru frumtáknin sjálf, aðeins lítið eitt vikið
við. Sama má segja um fleiri önnur, er nú verður getið.