Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Side 13
Rúnafræði
13
Auðsjeð er, að af latn. stöfum má leiða: P af A,
I — latn. I, T (t) af latn. T; sömuleiðis T (1) og F1 (u)
af L (f) og U (V); latn. stöfunum var snúið um bæði
af því, að þá var hægra að rista rúnirnar, og svo
af hinu, að það varð meginregla, að láta hliðarstrikin
gánga út frá höfðinu á höfuðstafnum, eða að minsta kosti
frá efra hluta hans. Þarna eru nú komnar 12 rúnir eða
helmíngur fúþarksins.
Það er auðsjeð, að M (m) liggur mjög nærri latn. M,
hjer er aðeins sá munur, að strikin innan höfuðstafanna
eru lengd, svo að þau snerta þá; þetta varð að gera, til
þess að greina táknið frá H (—e), sem áður var búið að
gera með þeirri gerð. En M var búið til eftir latn. II, en
þetta tákn var ekki heppi'legt að hafa svo; því fann rúna-
smiðurinn upp á því, að sameina bæði strikin með beinu
eða brotnu þverstriki efst (H eða M), þó er það mögulegt,
að stafmyndin ro hafi verið fyrirmyndin.
Það er auðsjeð, að £ er lafhægt að leiða af O, sem
helst hefði átt að verða <>, en neðri strikin varð að lengja,
annars hefði myndin orðið sú sama, sem annað tákn var
búið að fá 0 — D (n&)'
T (+; n) er búið til úr •£. (= N) með því að gera einn
höfuðstaf úr tveimur leggjunum og leggja millistrikið
þvers yfir hann (auðvitað á ská).
Eru þá komin 16 táknin. Þau hljóð, sem þessi tákn
merkja, eru nákvæmlega þau sömu sem latn. táknin svara
til, að einu undanskildu, þorninu (f). Það stafar frá latn. D,
er sjálft óhljómkvætt hljóð, en það hljóð var ekki til í
latínu. Til þess að tákna hljómkvæða hljóðið (ð) fann rúna-
smiðurinn upp á því að setja tvö D saman og mynda
rúnina M = ð (d). Vjer munum þegar sjá annað líkt dæmi.
. Þau 7 tákn, er nú eru eftir, eru ekki eins einföld
viðureignar.
X (g; hljómkvætt hljóð) má skýra sem ð-táknið, sem