Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Síða 14
Finnur Jónsson
14
sett saman af tveim <-rúnum; þó er hugsanlegt, að það
sje latn. X (x), sem hafi verið notað; það varð ekki notað
til neins annars, hvort sem var. Það er ef til vill eðlilegast
að hugsa sjer þetta svo.
0, <> (ríg) er myndað af tveim <, þannig að opin voru
sett saman.
& (U, U, p) er myndað af lat. P; belgurinn var gerður
að v en ekki að )>, þvíað rúnin f” var áður gerð. Svo var
bætt við fótinn strikinu xs. til samræmis (sbr. X á Charnay).
& er auðvitað = latn. B.
f (w) er vel hægt að leiða af latn. Q (qu); það hlaut
að fá þessa mynd.
$ (j; á síðari tímum a; þar um síðar) er hægt að
leiða af latn. G. Elsta rúnmynd þessa hljóðs er líklega H
(fleiri myndir eru til).
Y (A; z, R) er líklegast leidd af latn. Z, þannig að
höfuðstafurinn var gerður beinn og skástrikin sett ofarlega
á tvær hliðar hans.
P (-T; í) stafar að líkindum frá Y. I öndverðu hjelt
Wimmer, að þessi rún hefði ekki haft neina hljóðmerkíng,
en hvarf síðar frá þeirri skoðun, og það er ætlan allra nú,
að rúnin hafi táknað e-hljóð eða öllu heldur lángt i-hljóð.
Reyndar mætti það furða, að tvær rúnir skyldu hafðar
hjer fyrir eitt hljóð, þar sem svo er ekki með hina sjálf-
hljóðana; þó má benda á lík afbrigði frá öðrum tímum.
Þannig skrifuðu íslendíngar oft á 14. öld (og síðar) sa,
þ. e. tvöfalt a, fyrir lángt a (á), en svo skrifuðu þeir aldrei
aðra lánga sjálfhljóða (co = ó kemur þó, en örsjaldan, fyrir).
Þess má og geta, að Ulfíla Gotabiskup skrifaði i = stutt i,
en ei = Iángt i.
Með þessu er þá sýnt, að allar 24 rúnir má leiða af
einu frumstafrófi, hinu ýngra latneska, sem sagt var. Því
verður þó auðvitað ekki neitað, að sumar rúnir má eins
vel leiða af grískum stöfum.