Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Page 15
Rúnafræði
15
Rúnirnar telur Wimrner skapaðar um 200, og stendur
sköpun þeirra í sambandi við hin miklu menníngaráhrif,
er um þær mundir streymdu út frá hinu rómverska ríki
norður á við til þýskra þjóðflokka. Aftur á móti er mjög
erfitt að ákveða nánar þann stað, þar sem rúnirnar urðu
fyrst til. Það er ekki óhugsandi, að Keltar (Gallar) hafi
verið milliliður í þessu máli, öllu heldur mundu það þó
vera Gotar, þarna austur frá, — það svnist vera skoðun
Wimmers — sem hefðu skapað rúnirnar, úr því að hinar
elstu ristur, sem til eru, eru gotneskar.
Wimmers skoðun á sköpun rúnanna er fullkomlega
skynsamleg og hugsunarrjett, laus við alt hugarflug í lausu
lofti. Má því segja, að hún sje sennileg í sjálfri sjer.
Að endíngu skal þess getið, að undra mætti það, að
rúnameistarinn skyldi búa til sjerstákt tákn fyrir g (ng)-
hljóðið — sem síðar mun vikið að —, en það er ekki hóti
undarlegra en að garnli íslenski stafrófssmiðurinn frá
12. öld (Fyrsta staffræðisritgjörðin svonefnda) áleit, að þörf
væri á einu teikni fyrir þetta hljóð: g (í stað þess að skrifa
ng)i °g hann hefur als ekki þekt eldri rúnirnar eða hið
sjerstaka tákn þar.
Rúnanöfnin og röð þeirra íjekst Wimmer ekkert við
að skýra.
Skoðanir Wimmers stóðu lengi óhaggaðar og þóttu
sennilegar. En í lok 19. aldar tók að brydda á efasemdum
að ýmsu leyti og öðrum skilníngi á sumu. S. Bugge,
annar mestur rúnafræðíngur Norðurlanda og frægur mál-
fræðíngur, kom fram með aðrar skoðanir á vmsu á hinum
5. málfræðíngafundi (í Kristjaníu, 1898). Hann hjelt því
fram, að Gotar í suðausturhluta Norðurálfu hefðu fyrstir
samið og notað rúnirnar. Sá, sem hefði búið þær til,
hefði þekt grísku stafina og nöfnin á þeim. Rúnirnar
stöfuðu, hjelt hann, bæði frá gríska og latneska stafrófinu
Rúnirnar f, k, h, r og líklegast j væru frá því latneska